Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 369
BÚNAÐARRIT
359
búnaðarmála, er fyrir liggur, í því formi, sem það
nú er, enda þótt það innibindi úrlausn þess ágrein-
ings, er undanfarið hefir staðið milli Búnaðarþings
og Alþingis um kosning í stjórn Búnaðarfél. íslands.
Lítur þingið svo á, að sú stjórn búnaðarmála,
sem þar er gert ráð fyrir, sé ekki fallin til þess
að skapa þá festu og heildarsýn um yfirstjórn allra
búnaðarmála, sem æskilegt væri, en hafa hinsvegar
ekki afstöðu til þess að vera ríkisstjórninni hag-
kvæmari ráðunautur í þeim málum, er henni, sam-
kvæmt frumvarpinu, aðallega er ætlað, en stofnanir
þær, sem hlut eiga að máli, geta verið hver á sínu
sviði. Ennfremur telur Búnaðarþingið að svo marg-
greind yfirráð búnaðarmálanna, sem hér er gert ráð
fyrir, geti gefið tilefni til ónauðsynlegra árekstra,
og verði þunglamalegri í framkvæmd og kostnaðar-
samari en þörf er á, hjá svo fámennri þjóð, með
hlutfallslega fábreyttum búnaðarháttumc.
Tilla ga:
»Búnaðarþingið ályktar að beina því til land-
búnaðarnefnda Alþingis að 2. gr. jarðræktarlaga
nr. 43, 20. júní 1923, orðist svo:
»Atvinnumálaráðuneytið felur Búnaðarfél. íslands
að hafa á hendi framkvæmd, eða umsjón með fram-
kvæmd, þeirra ræktunarmála, sem lán eða styrkur
er veittur, eða hefir verið veittur til úr ríkissjóði,
eða öðrum sjóðum eða stofnunum, sem eru eign
ríkisins, nema lög mæli öðruvísi fyrir sérstaklega.
Með mál þessi skal farið, sem lög og reglugerðir
standa til. Búnaðarfélagið felur starfsmönnum sín-
um framkvæmd þessara mála, og setur atvinnumála-
ráðuneytið reglur um starfstilhögunina««.
Tillaga á þskj. 311 var samþ. með 9 samhlj. atkv.,
og tillaga á þskj. 318 með 8:2 atkv.