Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 376
366
BÚNAÐARRIT
sem því hvorttveggja fer saman, að fé er lítið fyrir hendi,
til að standa straum af þessum kostnaði og hitt, að
hlutfallslega lítilla framkvæmda er að vænta, eins og nú
standa sakir, virðist nefndinni forsvaranlegt að fresta
fjárfrekum framkvæmdum í þessu máli, fyrst um sinn.
Samþ. með 13 samhlj. atkv.
43. Mál nr. 38.
Erindi Guðmundar Jónssonar, kennara á Hvanneyri,
um framhaldsnám við annan hvorn bændaskólann.þskj. 139.
Jakob H. Líndal hafði framsögu um tillögu og greinar-
gerð nefndarinnar, á þskj. 228, sem hér fylgir:
T i 11 a g a:
»Búnaðarþingið beinir því til Alþingis, að það
láti athuga möguleika fyrir innlendu framhaldsnámi
í búfræði, er helzt fari fram í sambandi við annan
hvorn bændaskólann, og miðist námið við undir-
búningsmenntun þeirra manna, er hafa með hönd-
um leiðbeiningastörf fyrir búnaðarsambönd, eða for-
stöðu stærri búnaðarframkvæmda.
TiIIögur, er byggðar séu á þessum athugunum,
leggist fyrir næsta Alþingi*.
Greinargerð:
Eitt þeirra mála, sem bíður að ýmsu leyti úrlausnar,
er fyrirkomulag á undirbúningsfræðslu bænda, og þeirra,
sem sérstaklega er ætlað að verða aðstoðarmenn bænda,
í vandasömum störfum og félagslegum framkvæmdum.
Almennri bændafræðslu þykir enn áfátt, einkum í verk-
legum efnum, og um víðtækari búnaðarmenntun er ekki
í annað hús að venda en skólanám erlendis.
En með fjölgun búnaðarsambanda, nauðsyn breyttra
búnaðarhátta og aukinni félagslegri samvinnu, fer vax-
andi þörf fyrir þá menn, sem undirbúnings vegna ættu