Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 380
370
BÚNAÐARRIT
2. Meðan að svo til öll erindi, sem í útvarp eru flutt,
eru flutt fyrir borgun (15 til 50 kr. fyrir 25 mín.),
þá teljum vér alveg óréttmætt að greiða ekkert fyrir
erindi, sem fjalla um búnað og búfræði.
3. Þrátt fyrir það þó við teljum, að útvarpsfræðsla komi
ekki, og geti ekki komið, í stað bændanámsskeiða,
þá teljum við alveg sjálfsagt, að hún haldi áfram.
Við leggjum því til:
1. Að Búnaðarþingið kjósi 3 menn til næstu tveggja
ára, eða til næsta reglulegs Búnaðarþings, til að sjá
um að haldnir séu fyrirlestrar um búnað og búfræði
í útvarpið, og sé minnst haldinn einn 25 mín. fyrir-
lestur á viku að vetrinum, og eftir því sem ástæða
er til að sumrinu.
2. Að búnaðarþingið heimili stjórninni að verja til þessa
allt að 600 kr. á ári, eða 20 kr. fyrir fyrirlestur, ef
þeir ekki verða borgaðir af útvarpinu, en ella að
sama skapi minna, sem þaðan er greitt fyrir þá.
Allsherjarnefnd — framsögumaður Jakob H. Líndal —
bar fyrst fram tillögu og greinargerð, á þskj. 250, en
tók þá tillögu aftur og bar fram aðra tillögu, á þskj. 277.
og fer hér á eftir sú tillaga og greinargerð, á þskj. 250 r
Till a g a:
»1. Búnaðarþingið ákveður að kjósa 3 menn til næstu
tveggja ára, til þess að semja við útvarpsráðið um
búfræðifyrirlestra vegna Búnaðarfélagsins, og sjá um
að fyrirlestrar séu haldnir samkv. þeim samningi.
Tala fyrirlestra sé sem svarar einum fyrirlestri á
viku hverri yfir veturinn, og eftir því sem ástæða
er til yfir sumarið, en reynt sé að fá sem lengstan
tíma í einu fyrir þessa fræðslu, en fyrirlestrardög-
um fækkað að sama skapi.
2. Búnaðarþingið áskilur, að hver starfsmaður félags-
ins haldi tvo fyrirlestra endurgjaldslaust frá félags-