Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 381
B Ú N A Ð A R R I T
371
ins hálfu, en að öðru leyti heimilast stjórninni að
greiða fyrirlestra þessa á líkan hátt og útvarpið
greiðir fyrir erindi, ef árangurslaust reynist að fá
útvarpið til þess að greiða fyrir þá«.
Greinargerð:
Nefndin lítur svo á, að fræðsla um búnaðarmál gegn-
um útvarpið geti haft mikla þýðingu fyrir bændur, þannig
að þeir fylgist betur með nýjungum, og geti notað sér
eitt og annað af því sem sagt er, á hagnýtan hátt.
Nefndin hefir einnig orðið þess vör, að menn út um
sveitir kosta kapps um að hlusta á fyrirlestra Búnaðar-
félagsins, og mundi þeim því þykja illt að fyrirlestrarnir
féllu niður, eða væru settir á svo óhentugann tíma, að
þeir hefðu mjög takmarkaða aðstöðu til þess að hafa
þeirra not. Undanfarið hefir tíminn verið allvel nothæfur,
en lang-æskilegast væri, að fá aðgang næst á eftir frétta-
tímanum, þá er dagsönnum til sveita lokið, og flestir
kosta kapps um að hlusta á fréttirnar, og kæmu þá fyrir-
lestrarnir í óslitnu áframhaldi af þeim. Hinsvegar álítur
nefndin það mjög óhagstætt til almennra nota, ef fyrir-
lestrarnir eru settir, eins og nú á sér stað, um miðjan
dag á sunnudag og telur nefndin það fyrirkomulag alveg
óviðunandi. Sé ekki nema um tvennt að gera, að sæta
slíkum kjörum eða fækka fyrirlestrum að mun, telur
nefndin að notadrýgra væri fyrir, almenning að fækka
fyrirlestrunum um allt að helmingi, ef hægt væri að fá
þá flutta á bezta tíma.
Fyrri liður tillögunnar var samþ. með 8 : 2, en síðari
liður með 11 samhlj. atkv.
Felld var með 8: 1 atkv. viðaukatill., á þskj. 284, við fyrri
Hðinn svohlj.: »Búfræðierindum sé útvarpað kl. 10— 11 f.h.«
46. Mál nr. 71.
Um skipulag á sölu landbúnaðarafurða og markaðsleit.
Mál þetta var tekið upp af allsherjarnefnd og Þór-