Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 397
BÚNAÐAlí RIT
387
mætti svo fara, að þetta yrði undirstaða annara arðvæn-
legra fyrirtæki, svo sem alifuglaræktar. svínaræktar o. fl.
Munar það nokkru, hvort fóður alifugla og svína er út-
lent eða innlent, séð frá þjóðhagslegu sjónarmiði. í þriðja
lagi eru bygg og hafrar (en þær korntegundir munu
einar koma til -greina) ágætar manneldisjurtir, og vitan-
lega ber að keppa að því, að uppskeran verði notuð til
manneldis. í fjórða lagi verður einstökum bændum gert
kleift að stunda akuryrkju heima hjá sér, með því að
félagið hefir þarna fyrir hendi vélar til að vinna kornið,
sem eru það dýrar, að einstaklingar geta ekki aflað sér
þeirra. Og máske er þetta þýðingarmesta atriðið. Ef gert
væri ráð fyrir því, að bændur í nágrenni við vélarnar
tækju sig fram um að tækta korn, þá mætti svo fara,
að af þessu fyrirtæki leiddi nokkuð minnkuð útgjöld af
búum þeirra, og hinsvegar auknar tekjur af öðrum af-
urðum, sem á akuryrkjunni grundvölluðust, og af sölu
korns til annara landshluta, sem ekki hafa skilyrði til
kornræktar. Þegar þessi líkindi eru öll athuguð, þá er
ekki hægt að neita því, að það væri mjög illa farið,
ef fyrirtæki þetta kafnaði í fæðingunni fyrir féleygi og
skilningsskort.
Eg vil nú fyrir hönd félagsins mælast til þess við hið
háttvirta Búnaðarþing, að það veiti fyrirtæki þessu allt
að 2000,00 kr. styrk. V/ænti eg að Búnaðarþingið taki
málaleitun þessari með góðvild og skilningi.
Til frekari skilnings fyrir Búnaðarþingið á fyrirtæki
þessu og félagssamtökum, læt ég hér með fylgja eitt
eintak af lögum félagsins, ásamt áætlun um starfskostn-
að, meðmæli með styrkbeiðni þessari frá Klemenz Krist-
jánssyni á Sámsstöðum og félagstal.
Virðingarfyllst
p. t. Reykjavík, 21. marz 1933.
F. h. Samyrkjufél. Eyfellinga.
Sigm. Þorgilsson (form.).