Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 398
388
B Ú N A Ð A R RI T
Fylgiskj. 2a. Mál nr. 45.
Ég undirritaður hefi yfirfarið umsókn um styrk til
Búnaðarþingsins frá Sigm. Þorgilssyni, formanni Sam-
yrkjufélags Eyfellinga, og þar sem ég, ásamt M. St.
búnaðarmálastjóra, hefi verið í ráðum með stofnun
þessa félagsskapar, gert áætlun um stofn og reksturs-
kostnað fyrirtækisins, og auk þess er sannfærður um
nytsemi slíks félagsskapar, er ég því mjög fylgjandi,
að Búnaðarþingið veiti umbeðinn styrk.
Ég tel það mjög mikið fjárhagslegt atriði, fyrir búnað
manna í nálægum hreppum og jafnvel víðar, ef þetta
félag fær það fjárhagslegt bolmagn, að geta tekið til
starfa n. k. vor. þarf ég ekki að orðlengja það hér, hvers
virði kornyrkjan er, ef hún er rekin með þekkingu og
sæmilegri aðstöðu, en upphafið til þess að svo megi
verða, víðar í sveitum, er einmitt það, að hún geti orðið
starfrækt með félagssamíökum. Slík félagssamtök sem hér
um ræðir, geta óefab orðið til þess að kynna og út-
breiða hina réttu framkvæmd akuryrkjunnar. Er það von
mín og trú, að Ðúnaðarþingið sjái sér fært að styrkja
þetta fyrsta félag, sem tekur þetta nauðsynjamál til ræki-
legra framkvæmda. Það skal tekið fram, að ég mun hafa
umsjón með akuryrkju félagsins.
p. t. Rvík, 21. marz 1933.
Klemenz Kr. Kristjánsson.
* *
*
Áætlun um stofnkostnað korn- og kartöfluræktar-
stöðvar Vestur-Eyfellinga:
Kornhlaða — efniskaup .................. kr. 1300,00
Kartöflugeymsluhús — efniskaup........... —■ 400,00
Þreskivél................................. — 1700,00
Rafmagnsmótor ......................... . — 1000,00
Flyt kr. 4400,00