Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 399
BÚNAÐARRIT
389
Flutt kr. 1440,00
Hesjustaurar og vír...................... — 220,00
Girðing um 10 dagsl. — 900 m............. — 450,00
Vinna við stofnframkvæmdir............... — 1000,00
Alls kr. 5970,00
p. t. Rvík, 20. marz 1933.
Klemenz Kr. Kristjánsson.
Fylgiskj. 3. Mál nr. 57
Um byggingamál.
Ég undirritaður leyfi mér hér með að óska þess, að
háttvirt Búnaðarþing íslands sjái sér fært að veita mér
nokkra fjárhæð, til rannsóknar og tilrauna í því augna-
miði, að geta gert íslenzkt veltutorf að nothæfu bygg-
ingarefni og verzlunarvöru. Og í öðru lagi leyfi ég mér
að fara fram á, að Búnaðarþingið geri ráðstafanir í þá
átt, að Búnaðarfélagi Islands verði heimilað að stofna
til námsskeiða í steinsteypu og hafa forgöngu í því máli.
Um rannsókn og tilraunir á torfi er það að segja,
að gott veltutorf (reiðingur) hefir þegar talsvert mikið
verið notað til húsagerðar, bæði í timburhús og stein-
hús, sem skjólplötur í veggi, og hefir gefist vel. Eftir-
tektarvert er það, að veltutorfið hefir sérstaklega verið
eftirsótt til íshúsa, til þess að verjast hitanum utan frá,
og ekki hefi ég annað heyrt, en að það hafi gefist vel,
enda er talið, að einangrunargildi torfs upp og ofan,
samsvari helmingi þynnra korki. Þá hefi ég persónulega
reynslu fyrir veltutorfi og tel það vel nothæft, eins og
það hefir verið meðhöndlað, bæði í íbúðarhús og fjós
inn á milli steinsteypuveggja. En væri það meðhöndlað
réttilega, tel ég engan vafa á, að gera mætti það að
verzlunarvöru, að minnsta kosti innanlands. Takist það,