Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 400
390
BÚNAÐAR RIT
er vinningurinn meiri en margan grunar, og atvinnan
sem því fylgir, kæmi sveitunum einum til góða. Árið
1929 höfum vér flutt inn í landið erlendar húsaplötur,
ásamt pappa og timbri, til þess að fóðra með steinveggi,
fyrir fjárhæð, sem nemur hálfri milljón króna. Þetta
mikla fé ætti að vera kyrrt í landinu, ef rétt væri á
haldið, og gæti sá sparnaður aukist, ef auðna og fyrir-
hyggja má ráða. Húsagerðin hefir aukist síðan 1929,
og eitt árið kvað innflutningur á húsaplötum einum hafa
numið kr. 400000,00. — Og hvað þá, yrði farið að nota
húsaplötur eða skjólplötur almennt til húsagerðar? Á
þessu máli verður að taka föstum tökum, og því hefi
ég snúið mér til Búnaðarþingsins.
Tilraunirnar verða að gerast í sveit, bæði með skurð
á torfinu, og þó sérstaklega með pressun og þurkun á
því, og jafnvel vatnsþéttingu. Sýnishorn verður síðan að
senda til útlanda, að minnsta kosti 10 — 20 tegundir, til
þess að fá skorið úr um einangrunargildi þeirra. Ég
hefi þegar látið gera sýnishorn í smáum stíl, sem bendir
á góðan árangur.
Ennfremur vil ég mælast til þess, að Búnaðarfél. Isl.
láti við tækifæri mæla upp þau landsvæði, þar sem
veltutorf er fáanlegt í stórum stíl.
Steypusteina-námsskeið kynnu að geta sannfært menn
um það, að þessi húsagerðaraðferð, að hlaða húsin úr
síeyptum steinum, er eina leiðin til þess, að unnt sé að
gera húsagerðina að nokkurs konar heimilisiðnaði.
Steinana má steypa á hvaða tíma árs sem er, annað
hvort í tómstundum, eða taka mann til þess, þegar bezt
gegnir.
Aðal-kostnaðurinn við steinagerðina yrði sementið.
Hann yrði ekki tilfinnanlegur. Á íbúðarhúsum er hann
venjulega 12—15 °/o af húsverðinu. En með steypusteina-
aðferðinni yrði hann dálítið minni, enda eiga margir
hægara með að leggja lítið af mörkum í senn og kom-
ast þannig hjá lánum. Árlega fer mikið í súginn af