Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 409
B Ú N A Ð A R R I T
399
ráðunaut, fóðurræktar-ráðunaut og forstöðumann á Sáms-
stöðum, og það hefir aldrei verið ymprað á því, að
Ræktunarfélagið ætti engan framkvæmdarstjóra að hafa.
Og ólíklegt er að nefndin álíti, að tilraunastarfseminni,
sem sl. ár var á 4 stöðum, hver öðrum fjarlægum, væri
betur borgið um skipulag og annað, ef hún væri for-
stöðulaus, eða einn og sami maður ætti að annast dag-
lega forstöðu á fleiri stöðum.
Stjórnin tók það að vísu upp hjá sjálfri sér, í sam-
ráði við undirritaðan, að flytja garðyrkju-tilraunirnar að
Laugarvatni vorið 1932, og má hér vísa til þess, er ég
hefi um þetta sagt í svörum mínum við athugasemdum
endurskoðenda um þá ráðstöfun (bls. 286). En þar sem
nokkrir búnaðarþings-fulltrúar höfðu látið í Ijósi ánægju
sína yfir þessari ráðstöfun, eftir að hafa komið að
Laugavatni, meðan þeir sátu á þinginu, og eftir að Bún-
aðarþing hafði samþykkt, í einu hljóði, flutning garð-
yrkjutilraunanna að Laugarvatni, eftir einróma tillögum
endurskoðenda og fjárhagsnefndar, virðist það mál vera
útkljáð, og engin rödd hreyfði því, að félaginu væri of-
þyngt með forstjóralaunum þeim (kr. 2400,00), er félags-
stjórnin hefir samið um við garðyrkju-ráðunautinn.
Laun forstjórans á Sámsstöðum eru greidd samkvæmt
launareglum þeim, er Búnaðarþing hefir sett áður, og
engar tillögur hafa síðan verið bornar fram um lækkun
á þeim. — Fóðurræktar-ráðunauturinn, sem jafnframt
er tilraunastjóri, hefir fengið 1000 kr. þóknun á ári,
fyrir þau störf sín, síðan hann varð búnaðarmálastjóri.
Búnaðarþing hefir aldrei farið fram á lækkun þeirrar
þóknunar. En í nokkur undanfarin ár hefir það jafnan
haft fóðurræktar- og garðræktar-tilraunirnar á högg-
stokknum, en heimtað betra skipulag á tilraunastarfsem-
ina, jafnframt því sem það lætur hafa sig til þess, þing
eftir þing, í fullkomnu þekkingarleysi flestra fulltrúanna
á tilraunastarfseminni, sem hér hefir verið rekin undan-
farin ár, að reyna að kippa fótum undan tilraunastjóra,
L