Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 415
B U N A Ð A R R I T
4o:>
ekki of mikið sagt, er ég segi, að koma mín til íslands
hafi orðið mér ógleymanleg, því að hún brá algerlega
nýju landi upp fyrir sjóndeildarhring minn. Eg lærði
mjög mikið á þessum stutta tíma og fjöldinn allur af
nýjum ráðgátum risu upp fyrir hugskotssjónum mínum
og kröfðust úrlausnar. Osjálfrátt myndar maður sér svör
eða leitar skýringar á því nýja, sem fyrir augun ber.
Skýringarnar eru þó í mörgum tilfellum aðeins tilgátur,
þangað til spurningarnar kunna að verða leystar með
því að afla sér upplýsinga um það, sem þegar hefir
verið ráðið fram úr, eða þá að hafizt er handa til rann-
sókna á því, sem enn er dulið. Þá dregur maður eðli-
lega samlíkingar milli þess, er maður þekkir af líku tæi
annarsstaðar að, og svo fer maður að hugsa um, hvað
bæri að gera eða ráða öðrum til að gera, ef bæta ætti
og auka not þau, sem menn hafa af gæðum náttúrunnar.
Nokkrar athugasemdir mínar til samferðamanna minna
og þó einkum það, sem ég sagði við hinn áhugasama,
og á þessu sviði sérfróða, blaðamann, Valtý Stefánsson
ritstjóra, hafa vakið áhuga manna — sennilega meir en
vert er — á því að fá að heyra um aðal-árangurinn af
ferð minni. Þess vegna eru eftirfarandi línur skrifaðar,
einkum þó vegna áskorunar hr. búnaðarmálastjóra M.
Stefánssonar, og er ætlazt til, að þær birtist í »Búnaðar-
ritinu«.
Eins og mér er mikið ánægjuefni að fá þessa áskorun
og verða við henni, er ég þó á hinn bóginn hræddur við,
að koma með of fljótar og ekki nógu vel rökstuddar
ályktanir, einkum sökum þess, hvað ég hafði stutta dvöl
á íslandi og hve takmörkuð þekking mín er á náttúru
landsins og atvinnuvegum þjóðarinnar. Ég bið því les-
endur mína að leggja ekki of mikið upp úr því, sem ég
segi, því að það eru ekki nein óyggjandi sannindi, en
miklu frekar bráðabirgða-skýringar og skjótar ályktanir,
sem eiga ef til vill eftir að breytast við nánari rann-
sóknir. En slíkar hugmyndir, sem oft líkjast spurningum,
L