Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 421
B Ú N A Ð A R RI T
411
Þessi tvö yfirlit sýna, að af hinum tveim jarðvegsteg-
undum, sem eru all-leirkendar, eru 76,79 °/o og 67,86 °/o
af innihaldinu undir kornstærðinni 0,05 mm, og lítið sem
ekki neitt er yfir þeirri stærð. Þegar gætt er að því,
að hinn leirkendasti ameríski jarðvegur getur haldið í
sér vatni sem svarar 38—39°/o af þunga sínum í þurru
ástandi (sbr. Bouyoucos1), þá finnum við hér jafn mik-
inn og allt að 2-3 sinnum meiri hæfileika til þess að
halda í sér vatni, sem plönturnar geta svo dregið úr
jörðinni. Þessi eiginleiki stendur í vissu sambandi við
hið enn fastar bundna »hygroskopiska« vatn, sem hefir
verið ákveðið í eftirfarandi rannsóknum, og hið »hygro-
skopiska* vatn stendur ennfremur í sambandi við inni-
hald jarðvegsins af »kolloidal« (kvoðukendum) efnum.
(Nánari upplýsingar síðar).
Þannig vitum við þegar töluvert um efnasamsetningu
og eðli hins íslenzka jarðvegs2), og þótt að eins hafi
verið gerðar tilfölulega fáar rannsóknir, þá er samræmi
þeirra, hvað hinum einstöku jarðvegstegundum viðvíkur,
svo gott, að unnt er að byggja meir á þeim, en flestum
rannsóknum frá öðrum löndum, þar sem jarðvegurinn
er venjulega miklu breytilegri.
Þetta sézt líka af þeim ákvörðunum, er gerðar hafa
verið á rannsóknarstofu minni, af sýnishornum, sem ég
sjálfur hefi tekið. Og þótt þau séu fá, að eins frá 18
stöðum, eru þau af mjög breytilegum jarðvegi og senni-
lega sum þeirra af jarðvegstegundum, sem eru mjög út-
breiddar og hafa mikla þýðingu fyrir væntanlega rækt-
un. En þar eð sýnishornin voru frekar lítil (hvert þeirra
að eins nokkur hundruð grömm að þyngd), þá var að
eins unnt að framkvæma fakmarkaðar ákvarðanir í hverju
þeirra. Eg afréð því að rannsaka þær frá öðru sjónar-
1) „Soil Science" XXVII. 1929, bls. 233.
2) Þaö er þó langt frá því, aö allur íslenzkur jarðvegur inni-
haldi svo mikið af fínum kornum eins og þær rannsóknir sýna,
sem eru tilfærðar hér.
L