Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 424
414
B U N A Ð A R RIT
miði en venja hefir verið hingað til og aðallega eftir
nýjum aðferðum.
Séu þessar rannsóknir bornar saman við þær eðlis-
og efnarannsóknir, sem þegar eru til af samskonar
jarðvegstegundum, gera þær allgóða grein fyrir aðal-
einkennum íslenzks jarðvegs með tilliti til ræktanar-
skilyrða. Auðvitað er bráðnauðsynlegt að gera enn fleiri
slíkar rannsóknir, og á einu sviði vantar enn þá upp-
lýsingar. Það er á hinu líffræðilega (biologiska) sviði^
sem skýrir frá lífi smáveranna, og þá einkum bakterí-
anna, í jarðveginum, og þeim þýðingarmiklu efnabreyt-
ingum, sem þessar litlu verur valda. Fyrst um sinn er
að eins unnt að segja, að eðlis- og efnaskilyrði fyrir
starfi þessara nytsömu smávera virðast vera hagstæð.
Það verður framtíðarverkefnið að rannsaka þetta nánar,
því til þess þarf að taka sýnishornin á alveg sérstakan
hátt, og þau krefjast sérstakra tilrauna, bæði á rann-
sóknarstofunni og úti í náttúrunni.
Af þeirri stuttu lýsingu, sem fylgir eftirfarandi töflu,
sézt, hvar sýnishornin eru tekin og hvers konar jarðvegi
þau lýsa. Þar, sem annað er ekki sérstaklega tekið fram,
eru þau tekin í efsta lagi jarðvegsins og niður í c. 15 cm
dýpt. Þau voru tekin og flutt í litlum léreftspokum og
voru þau stundum all-vot, svo þau urðu ekki algerlega
loftþurr fyrr en ég kom heim, 2 — 3 vikum eftir að þau
voru tekin. Þar, sem smásteinar (yfir 2 mm) fundust,
voru þeir sigtaðir frá, og allar ákvarðanir eru gerðar
af jarðveginum undir þessari stærð. Flest sýnishornin
voru þó algerlega steinlaus frá upphafi.
Hvað þeim aðferðum viðvíkur, sem notaðar voru til
ákvarðananna, skal að eins skýrt frá þessu:
Sýrumagnið, Reaktionen (pH) er ákveðið eftir »kyn-
hydron-aðferð Ðiilmanns*. Akvarðanirnar eru gerðar
tvisvar.
„Hygroskopiskí“ vatn er ákveðið með því, að láta
loftþurra mold standa í 105 stiga hita, unz hún hefir