Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 428
418
B Ú N A Ð A R R I T
leysast einnig upp í þessum vökva, eins og t. d. horn-
blendi, ágit og nokkuð af feldspati. Sé litið á hinar háu
tölur, er tákna magn þessara sambanda og þá einkum
uppleysanlegrar kísilsýru, þá er ekki minnsti vafi á því,
að hér er um mjög fíngerðan (»dispers«) jarðveg að
ræða, jarðveg, sem hefir mikla »yfirborðsþenslu« (Over-
fladeudvikling) og samsvarandi »aðsogsmátt« (Adsorb-
tionsevne), þ. e. a. s. eiginleika til þess að halda í sér
vatni og hafa »jóna«skifti. En þetta eru einkenni mik-
illar frjósemi, úr því að, eins og hér, ekki er unnt að
benda á neitt í jarðveginum, er geti verið henni til
fyrirstöðu. (Öðru máli gegnir, að loftslagið getur hindrað
þroska plantnanna). I samanburði við danskan heiða-
jarðveg ’), sem áreiðanlega inniheldur öll þessi umræddu
sambönd í kolloidal ástandi, þótt þau aðeins nemi tæp-
lega 2—5°/o, inniheldur íslenzkur jarðvegur svo langtum
meira af þeim, eða frá 7—27 °/o. Þetta varðar einkum
kísilsýru, sem er 10—100 sinnum meiri en í heiðajarð-
vegi. Og þar eð íslenzkur jarðvegur er kvartslaus, eru
kísilsýrusöltin ef til vill aðallega í auðuppleysanlegum
samböndum.
Það er lítill vafi á því, að háar tölur af þessum sam-
böndum eru merki þýðingarmikilla og verðmætra eigin-
leika jarðvegsins. En af þessu væri þó óvarlegt að
draga þær ályktanir, að lágar tölur gæfu það mótsetta
til kynna. Sýnishorn, sem tekin voru úr tilraunastöð
Landbúnaðarháskólans í Kaupmannahöfn, en þar er jarð-
vegurinn ágætlega frjór, myldinn og leirkenndur, hafa
t. d. gefið afarlágar tölur fyrir magn það, sem leysist
upp í Tamms vökva. Hér voru ákvarðanir bæði gerðar
í plógfarinu (25 cm djúpu) og neðar, þar sem jörðin
aðallega er þéttur leir. Og árangurinn varð, að í efra
laginu fannst að eins 0,50—0,71 °/o, og í því neðra
0,40 —0,49 °/o af umræddum samböndum. í leirhellu
1) Sjá áður umrædd rit mín.