Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 429
BTJNAÐARRIT
419
(Leral) frá »Rude«- og »Torbenfeldt«-skógum fundust
einnig 0,51— 0,59 °/o í 5 sýnishornum. Það er enginn
efi á því, að jarðvegurinn í tilraunareit Landbúnaðar-
háskólans er mjög fíngerður (kolloiddispers) og að hann
getur sogið að sér mikið af vatni og »iónum«. En þau
sambönd, sem fela þessa hæfileika í sér, er ekki unnt
að ákveða eftir aðferð Tamms. Þetta gefur mikilsverðar
upplýsingar viðvíkjandi takmörkum þessarar aðferðar.
Skýringin á þessu fyrirbrigði er sennilega sú, að kol-
loid sambönd, ásamt öðrum samböndum (Forvitrings-
komplekser), sem veðrast léttilega, leysast auðveldlega
upp í Tamms vökva, þegar um tiltölulega ungan jarð-
veg, eins og aurhellumyndanir og íslenzkan jarðveg, er
að ræða, en eru kannske orðin of gömul í gömlum leir-
jarðvegi, svo »kvoðan« (Geler) leysist ekki upp (»dis-
pergerer«) í svo veikri upplausn sem súrt ammonium-
oxalat er. Þarf hún því ef til vill sterkari sýru, eins og
t. d. heita salt- eða brennisteinssýru, til upplausnar.
Þess vegna var það þess vert, að afla sér frekari
upplýsinga um einkenni og frjósemi íslenzks jarðvegs
og þess dansks jarðvegs, sem nefndur hefir verið til
samanburðar. Þetta var gert með því að finna hæfileika
þeirra til þess að breyta um stofna (Baseudveksling)
og ákveða aðsogsmátt eftir aðferð K. K. GedroizJ)-
Akveðið jarðmagn er sett á fína síu (Filter) og þvegið
með baryumklorid-upplausn, sem er helt yfir jörðina,
unz aðsogið er mettað af barium-»iónum«. Svo var hinu
laust bundna BaCl2 skolað burt með »hreinu vatni«
(destilleret). Loks voru hinir aðsoguðu baryum»iónar«
leystir aftur með því, að skola jörðina með þynntri salt-
sýru og svo ákveðnir sem barium-súlfat.
Þar eð það eru ekki eingöngu hin ólífrænu kvoðu-
sambönd (Gelkomplekser), en einnig humusefnin, sem
»soga að sér«, var humusmagnið líka ákveðið í dönsk-
1) K. K. Gedroiz: „Chemische Bodenanalyse". 1926. bls. 144 o. s.