Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 430
420
BUNAÐARRIT
um jarðvegi, en samkvæmt Schollenberger-Tiurins að-
ferð !)• Það er afarfljótleg og auðveld aðíerð, sem er
fólgin í því, að hin lífrænu efni jarðvegsins eru »sýrð«
(iltede) við 5 mínútna suðu í brennisteinssúrri kalium-
bikromat-standard-upplausn. Eftir suðuna er krómsýra
sú, sem eftir er, mettuð (titreret) með ferro-ammonium-
súlfat-standard-upplausn og difenylamin notað sem vísir
(»indikator«), sbr. Schollenberger.
í eftirfarandi töflu er árangurinn af þessum ákvörð-
unum, ásamt tölum, er tákna sambönd þau, sem hinn
vatnsbindandi máttur (hér »hygroskopiskt« vatn) og basa-
aðsogsmátturinn sennilega er samfara. Hvað íslenzka
jarðveginum viðvíkur, þá fylgir að eins stutt lýsing, en
rómversku tölurnar vísa til sömu sýnishorna og eru í
töflunni á bls. 412—413. Sýnishorn nr. IV var þrotið,
svo að ekki var unnt að ákveða aðsogsmáttinn í því.
Ef við lítum svo á, að aðsogsmátturinn sé gleggsta
einkenni frjóseminnar, kemur það vel heim við reynsl-
una, hvað leirkennda jarðveginum viðvíkur. Og hvað
snertir innihald hinna sýnishornanna af »hygroskopisku«
vatni, ólífrænum kvoðusamböndum og lífrænum efnum,
þá er samræmi með því og aðsoginu.
Þannig er humus-aurhellan í dönskum heiðajarð-
vegi með allhárri »aðsogstölu« (11,01), en grái sand-
urinn og undirjarðvegurinn með mjög lágum tölum
(1,21 og 0,38), sem liggja langt undir íslenzkum sand-
jarðvegi (7,48 og 6,82). Leirhellan frá Torbenfeldt hefir
einnig tiltölulega lítinn aðsogsmátt (3,54), en íslenzkur
jarðvegur nálgast mjög og yfirstígur jafnvel frjósaman
danskan jarðveg (allt að 37 á móts við 21,71 og
21,05).
1) C. }. Schollenberger: „A rapid approximate method for de-
termining soil organic matter". Soii science XXIV, nr. 1. 1927, og
L. V. Tiurin: „A new modification of the volumetric method of
determining soil organic matter by means of chromic acid“.
„Pedology" 1931. Nr. 5—6, bls. 46.