Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 432
422
B Ú N A Ð A R R I T
Það getur haft mikla þýðingu, ef dæma á um frjó-
semi jarðvegstegundanna, að bera svona ákvarðanir
saman, samtímis því sem það gefur bendingu um nota-
gildi Tamms aðferðar').
Innihaldið af lífrænum efnum (humus) er líka eftir-
tektarvert. Islenzkur jarðvegur, að undanteknum melun-
um, sem eru algerlega örfoka, og hinum víðlendu sönd-
um, þar sem gróðurinnn hefir ekki náð að binda sand-
inn (sjá nr. I, II, V, XIV og XV í töflunni hér að
framan) inniheldur oft mjög mikið af lífrænum efnum.
Það er í sjálfu sér eðlilegt, að mikið sé af lífrænum efn-
1) Eftir aÖ iokið var viö það, sem sagt hefir verið hér á undan,
hafa mér borizt 2 ritgerðir eftir Rice Williams: „The determina-
tion of exchangeable bases in carbonate soil“ og „The contribu-
tion of clai’ and organic matter to the base exchange capacity of
soils“, er hafa verið birtar í „The Journal of Agricultural Science
Vol. XXII. Part. IV. Cambridge. Oct. 1932. — Sú síðarnefnda skýrir
frá nokkrum tölum um basa-aðsogsmáttinn, sem getur verið lær-
dómsríkt að líkja saman við tölurnar í töflunni á bls. 18.
^arövegs-sýnishorn: Leirmagn o/o '5 *íu C -O M ° Kolsúrt kalk o/o E e- PJ „ jlll-l " E.| S.--
II. Alluvial jörð frá Hollandi . . 54,00 2,65 8,3 7,65 37,67
Þungur leir frá Rothamsted, Engl. 24,70 1,82 4,1 7,80; 18,58
VIII. Þungur leir frá Wales. . . 34,30 5,41 3,1 7,80 33,03
X. Rendzina frá Czekoslovakiu . 59,60 2,81 2,7 7,80 46,40
XI. Sendinn Ieir frá Wales . . . 9,30 3,26 2,6 7,45 16,07
XV. Mold frá Wales 22,90 5,13 0,8 » 13,57
Af 18 jarðvegs-sýnishornum eru hér tekin þau, sem hafa mestan
og minnstan aðsogsmáttinn, ásamt 4 öðrum, sem eru þar á milli.
Þetta eru allt jarðvegstegundir, sem eru basiskar, vegna mikils
kolsúrs kalks, og eru taldar að vera góöur og frjósamur jarðvegur.
Vel flest hinna íslenzku sýnishorna þola þó samanburð við þær.