Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 434
424
BÚXAÐARRIT
unnt er að handsama það. Á hvern hátt það yrði gert,
er þó óráðin gáta. 1 þeim sýnishornum, sem hér hafa
verið rannsökuð, fannst nefnilega aldrei vottur af am-
moniaki, nitriti né nitrati. En orsök þess er víst sú, að
þau eru tekin í lok maímánaðar, en þá er jarðvegurinn
enn þá svo kaldur, að bakteríurnar, sem vinna að lausn
köfnunarefnisins, hafa ekki verið byrjaðar að starfa, því
að þær krefjast meiri hita í jarðveginum. Og það, sem
hefir verið til af uppleysanlegu köfnunarefni frá síðast-
liðnu sumri og hausti, hefir skolast algerlega burt yfir
vetrarmánuðina. En það hefir komið í ljós, að sýnishorn,
sem komu hingað á rannsóknarstofu mína síðar og voru
tekin upp í ágúst og september, sýndu töluvert ammo-
niak (með Nesslers »verkara«, prófvökva =reagens), nitrit
(með Gries »verkara«) og nitrat (með difenylamin-
brennisteinssýru). Og nú munu gerðar frekari inni-rann-
sóknir á þessum jarðvegi til þess að athuga, hvernig-
köfnunarefnið leysist. Sé farið með jarðveginn á skynsam-
legan og hagkvæman hátt, er varla efi á, að unnt sé að veita
plöntunum meira af því köfnunarefni, sem felst í jörðinni.
Þessi ágizkun styðst við nokkrar rannsóknir, sem
gerðar hafa verið á heimskauts-jarðvegi frá Grænlandi,
sumpart sýnishorn, er tekin voru á Diskoeyju (69—70°
n. br.) í lok ágústmánaðar 1923, handa P. E. Muller'1),
en rannsakaðar af Exik J. Petersen 2), og sumpart sýnis-
horn, sem dr. Thorild Wulff tók á leiðangri Knud
Rasmussens til Norður-Grænlands árin 1916--1918,
en Chr. Barthel athugaði3). í mörgum (þó ekki öllum)
þessara sýnishorna fannst dálítið, og stundum töluvert,
1) P. E. Miiller: „De jydske Hedesletters Naturhistorie". Det
kgl. Danske Videnskabernes Selskab. Diolog. Meddelelser. IV. 2
(1924).
2) Erik ]. Petersen: „ Under.sögelse over Bakteriefloraen i ark-
tiske Jordpröver. Nordisk Jordbundsforskning. 1924.
3) Chr. Barthel: „Recherches bacteriologiques sur le sol elc.
du Groenland Septentrional". Meddelelser om Grönland. XVII. 1922.