Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 439
BÚNAÐARRIT
429
gáfu svipaða eða öllu dapurlegri hugmynd um kyrrstöðu
búnaðarins á þessum slóðum. Víðast fannst manni, hvort
heldur litið var á jarðræktina eða bæjarhús, að komið
væri aftur í fornöld og svona hefði allt litið út síðustu
þúsund árin.
Er þetta nú vegna þess, að jarðvegurinn á þessum
slóðum sé lélegri en í kring um Reykjavík ? Nei, alls
ekki. Einmitt sýnishornið úr túninu á Ægissíðu (nr. XIII
töflunni á bls. 412—413) og annaðjúr túni við Reykjabúið
í Ölfusi (nr. VII og VIII) virðast vera úr ágætis jarð-
vegi. Sama er að segja um sýnishorn úr Þrastaskógi
(nr. IX og X) og Vellankötlu (nr. XVII og XVIII), og
auk þess nokkur í viðbót (nr. XI og XII). Öll sýnis-
hornin eru fínkornótt, og hin ólífrænu sambönd alumi-
nium- og járneldis (Forvitringskomplekser), ásamt »kol-
loidaU kísilsýru og óvenju miklu »humusmagni« í stein-
kenndum jarðvegi, gefa honum skilyrði til þess, að halda
í sér miklu af vatni og þeim næringarefnum, sem borin
eru á. Humus (lífræn efni) er mjög auðugur af köfn-
unarefni. Sýran í jörðinni er lítil sem engin, svo að
ætla mætti, að skilyrði bakteríulífs væru ágæt, því að
bakteríurnar geta breytt köfnunarefnissamböndunum svo,
að gróðurinn geti fært sér það í nyt sem ammoniak og
salpéturssýru, þá 'er jarðvegurinn fær rétta meðferð.
Og sé lítið af kalí eða fosfórsýru í jarðveginum, eða ef
þessi efni skyldu vera í mjög föstum samböndum (þar eð
mikið er af kísilsýru, járni og aluminium í jörðinni), þá
er hægt að ráða bót á því með áburði. Hinn sendni
jarðvegur er jafnvel frjósamur, sé hann borinn saman
við sendna jörð í Danmörku (nr. XIV og XV). Eins og
jarðvegurinn er í þeim héruðum, er ég kom í, virðist
hann vera á næstum öllu landinu, samkvæmt þeim upp-
lýsingum og rannsóknum, er ég hefi séð.
Hvað er það, sem ókunnur maður, með áhuga á land-
búnaði, tekur aðallega eftir? Sennilega það, sem ég rak
augun í, hið litla ræktaða land, sem til er á hverjum bæ,