Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 440
430
BÚNAÐARRIT
samanborið við þau miklu landflæmi, er liggja undir
flestar jarðir. Túnin eru venjulegast frá 3 og upp í 5
hektara að stærð, og auk þess er oftast lítill matjurta-
garður á hverjum bæ. En óræktuðu löndin, engi og
beitilönd, geta skift hundruðum hektara. Þessi litlu tún
eru oft í góðri rækt og gefa sennilega góða uppskeru.
En af hverju eru þau ekki stærri? Með aukinni tún-
rækt og auknum bústofni, með því að koma upp mjólkur-
búum og svínarækt, myndi það ef til vill vera betra fyrir
æskulýðinn að vera kyrr heima í sveitinni, einkum ef
jörðunum væri skift niður á milli barnanna, þannig að
smáþorp gætu myndast. Því í þorpum finna menn minna
til einverunnar á löngum vetrarkvöldum heldur en í
strjálbýli. Og ætli ekki þróunin gangi í þá átt, er menn
komast inn á nýjar og betri brautir með ræktunina?
Þegar menn sjá, að unnt er að auka bústofnana að
miklum mun, en þó einkum kúafjöldann, því að nú eru
varla að jafnaði nema 3—4 kýr á hverjum bæ, þá hljóta
menn einnig að bæta lífsskilyrði kúnna og koma upp
góðum fjósum, í stað þessara hræðilegu, lágu, dimmu og
óhreinu fjósa, — mér liggur við að segja torf-kumbalda,
— sem kýrnar lifa í.
Það er enginn efi á því, að með því móti að byggja
betur yfir kýrnar, verður unnt að fá þær til að mjólka
betur. Eins mætti auka gæði mjólkurinnar með því, að
koma í veg fyrir, að óhreinindi af júfrinu og úr um-
hverfinu í hinum lélegu fjósum komist í mjólkina. Þetta
ætti að vera upphafið að bættum rekstri mjólkurbúanna.
Þau fáu samlagsbú, sem til eru á Islandi, hafa þegar
sýnt, hvað bændur geta fengið í aðra hönd, með því að
senda mjólk til mjólkurbúanna. Afurðir búanna eru ekki
að eins holl og góð fæða handa sjálfum framleiðend-
unum, heldur geta þær aukið tekjur íslenzks landbún-
aðar. Þar, sem unnt er að selja til kaupstaða, eða þar,
sem þannig er unnið úr mjólkinni, að afurðirnar þoli
langan flutning, eins og smjör og ostar. Hérna verða