Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 441
BÚNAÐARRIT
431
menn líka að taka vísindin í þjónustu sína. Það er að
eins mögulegt að dæma um gæði mjólkur og mjólkur-
afurða með vísindalegum rannsóknum. Með því að nota
ákveðnar bakteríur (sýruvekjara, ostabakteríur og skyr-
bakteríur) er unnt að gera afurðir mjólkurbúanna miklu
betri og selja þær hærra verði. Þannig er kleyft að láta
mjólk á flöskum og skyr halda sér miklu lengur en ellav
ásamt ýmsu öðru.
I sambandi við mjólkurbúin, og annaðhvort í námunda
við þau eða heima hjá þeim, er selja þangað afurðir
sínar, má koma upp arðvænlegri svínarækt með þeirri
undanrennu og mysu, sem afgangs verða á búinu. Að
vísu verður það vandkvæðum bundið, að afla þess korns,
sem svínin þurfa. En í Danmörku hefir það komið í ljós,
að hægt er að fita svín á mjólk og kartöflum, þannig
að það nemi því, sem svari 80°/o af þurra fóðrinu, og
í viðbót við þetta þarf að eins lítið eitt af ódýru korni,
eins og t. d. maís. Þótt Islendingar séu enn að mestu
óvanir að eta svínakjöt, er þó sennilegt, að auðvelt sé
að venjast slíku. I heiðnum sið var svínakjöt talinn
ágætur matur.
Ennfremur myndi það leiða til stærra skepnuhalds,
ef menn, jafnframt því sem þeir ykju hið ræktaða land,
reyndu nýjar plöntur til ræktunar eða betri tegundir af
þeim, sem nú eru notaðar. Slíkar tilraunir eru að vísu
byrjaðar hjá Búnaðarfél. Islands, Ræktunarfél. Norður-
lands og hjá nokkrum einstökum mönnum. Til eru harð-
gerðar korntegundir (hafrar og bygg), sem myndu þrosk-
ast í flestum sumrum, þótt misbrestur gæti orðið á því
í vondu ári. Svo ágæt planta sem fóðurmergur (Foder-
Marvkaal) hefir meðal annars gefizt ágætlega á búum
Thor Jensens. Til eru líka smárategundir (Morsö og
Alaskasmári), sem einnig hafa reynst vel, og meðal
hinna fjöldamörgu grastegunda eru sjálfsagt ýmsar, er
lifað geta á íslandi. Ef til vill myndu þær gefast bezt,
ef jörðinni væri bylt á nokkurra ára fresti, svo að þeim