Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 447
B Ú N A Ð A R R 1 T
437
Áður var þess getið, að ætla má, að 2,5 1 af mjólk
með 4 % feiti fáist fyrir eina fóðureiningu eða tvö kg
af töðui). sé nn meðalfeit mjólk talin að innihalda
3,5 — 3,7 °/o feiti, sem mun vera nærri lagi, þá má reikna
að af henni fáist 2,7 I eða 5,4 merkur fyrir fóðurein-
inguna eða 8 merkur af töðu. Til þess að framleiða eina
mörk af meðalfeitri mjólk þarf þá samkvæmt ofanskráðu
8 : 5,4 = mjög nálægt 1 J/2 mörk af töðu. — Hinar
tvær kenningar Páls má því setja fram á þessa leið:
1. Fyrir hverja mörk af meðalfeitri mjólk þarf 1 ll2
mörk af töðu (bls. 191).
2. Fyrir hverja mörk af meða/feitri mjólk þarf 1 mörk
af töðu (bls. 192).
Sjá nú allir samræmið í þessu. — Því miður er grein-
in skrifuð þannig, að bændur fara vafalaust miklu fremur
eftir síðari kenningunni en hinni fyrri. En seinni kenn-
ingin er röng og hættuleg, því að þar eru bændur hvattir
til þess að vanfóðra kýr sínar.
í útreikningi sínum á bls. 192 telur Páll að kýr, sem
mjólkar 15 merkur í mál eða 15 1 á dag, þurfi 14J/2 ®
í mál eða 14 V2 kg á dag af sæmilegri töðu. Þetta er
allt of lítið fóður, eins og auðséð er á því, sem áður
var skrifað, en þó skal það skýrt nánar. Viðhaldsfóðrið
skal ég áætla 7 kg. af töðu á dag, eins og Páll gerir,
enda mun það vel geta staðist, þá verða eftir 7 V2 kg
af töðu til mjólkurframleiðslunnar. Samkvæmt því, sem
áður var tekið fram, samsvarar þetta 3,75 fóðureining-
um. Áður var þess getið, að reikna mætti, að 2,7 1 af
meðalfeitri mjólk fengjust fyrir fóðureiningu. Er þá auð-
séð, að þetta fóður dugar aðeins í 2,7 . 3,75 == mjög
nálægt 10 1 af mjólk. Með öðrum orðum: kúna vantar
fóður til myndunar á 5 I mjólk. Hún mundi því mjólka
') Á bls. 190 telur Páll, að í eina fóðureiningu þurfi tæp
2—2,5 kg af töðu. Ef miðað er við meira en 2 kg, verður sam-
ræmið í kenningum Páls enn þá lakara.