Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 449
BÚNAÐARRIT
439
af íöðu en svo, að eggjahvítuefnin duga í jafnmarga lítra
af mjólk og fóðureiningarnar. Orsök þessa er sú, að í
þeim hluta töðunnar, er reiknast sem viðhaldsfóður,
verður ávallt afgangs töluvert af eggjahvítuefnum, sem
geta komið að notum til mjólkurmvndunar, og skal þetta
skýrt nánar. — Páll gerir ráð fyrir því, að fæstar kýr
éti meira en 15 kg af þurri töðu á dag, og að af því
fari 7 kg til viðhalds. Eg er honum sammála hvað þetta
snertir. Meðalkýr íslenzk þarf varla meira en 180—190 g
af meltanlegum eggjahvítuefnum á dag til viðhalds, en í
7 kg af töðu má gera ráð fyrir 350 — 380 g. Eftir verða
þá 160—200 g. Ef gert er ráð fyrir, að þau 8 kg af
töðu, sem eftir eru til mjólkurmyndunar, samsvari 4 fóö-
ureiningum, þarf 500-600 g af eggjahvítu til afurða. í
8 kg af töðu eru 400-430 g, og þar við bætast þau
160 — 200 g, sem afgangs voru í viðhaldsfóðrinu. Til
mjólkurframleiðslunnar eru því fyrir hendi 560 — 630 g af
meltanlegum eggjahvítuefnum, en það er, samkvæmt því,
sem áður var tekið fram, fyllilega nóg í 4 afurðafóður-
einingar.
Þegar gefa skal kjarnfóður til viðbótar við eins mikið
af töðu og kýrin vill éta, er þess vegna nóg að tryggja
sér að kjarnfóðureiningin innihaldi 150 — 160 g af melt-
anlegum eggjahvítuefnum, en það er helmingi minna en
Páll vill vera láta. — Ef gefin eru þrjú kg af maís á móti
eitiu kg af síldarmjöli, verður kjarnfóðurblöndunin hæfi-
lega eggjahvíturík, eins og reikna má á þennan hátt:
500 • i + 65 . f = ca. 174 g meltanleg eggjahvítu-
efni pr. kg, en það samsvarar h. u. b. 157 g pr. fóður-
einingu.
Þá skrifar Páll, að ef gefa eigi fóðurbæti til þess að spara
töðu, þá megi hafa sinn helminginn af hvoru, síldarmjöli
og maís. Einnig hér er allt of mikið af síldarmjölinu,
eins og sést á því, sem áður var tekið fram, þó að ekki
rnuni það eins miklu og í fyrra tilfellinu.
Síldarmjöl er að jafnaði töluvert dýrara en maís, og