Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 451
BÚNAÐARRIT
Sauðfjárrækt.
Erindi flutt á hrútasýningum 1928—1933 af Páli Zóphoníassyni.
Formáli.
Síðan ég, vorið 1928, varð ráðunautur Dúnaðarfélags
Islands hafa verið haldnar hrútasýningar um allt land.
Þegar ég byrjaði að starfa á þeim, hugsaði ég mér,
að í fyrstu umferð minni um landið, skyldi ég tala um
það á sýningunum, hvernig vel byggð kind ætti að vera
byggð, hversvegna hún ætti að vera það, og hvað hægt
væri að gera, til að fá það byggingarlag á féð, sem helzt
væri óskað eftir. I annari umferð minni hugsaði ég mér
aftur að tala meira um meðferðina, og auðnaðist mér að
lifa það, að fara þrjár umferðir með hrútasýningar um
landið, þá í þeirri þriðju, að tala um það, sem kunnug-
leiki minn þá væri búinn að sýna mér, að helzt þyrfti
að tala um á hverjum stað.
í haust byrjaði ég svo aðra umferð. Þá spurði ég
menn oftast, hvort þeir vildu heldur, að ég nú héldi
áfram þar, sem ég hefði hætt í ræðu minni á síðustu sýn-
ingu, eða talaði aftur um það sama, sem ég þá hefði
talað um. Mjög víða óskuðu menn eftir því, að ég
endurtæki það, sem ég hafði sagt síðast. Menn réttlættu
þetta með því, að þeir væru búnir að gleyma því, en
þeim hefði fundist margt í því, sem þeir þyrftu að vita,
og því vildu þeir heyra það aftur.
Það er til að verða við óskum þessara manna, og til
að þurfa ekki að hausti að endurtaka það, sem ég sagði
á sýningunum í fyrstu umferð, að ég nú birti það.
En þó ég nú birti það hér, þá er óvíst, hvort það
verður eins og það hefir verið flutt á nokkurri sýningu.