Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 452
442
BÚNAÐARRIT
Tíminn, sem ég hefi haft til að tala á sýningunum, hefir
verið frá hálftíma og upp í fulla tvo tíma, og eftir því
hefi ég svo lagað það, sem ég hefi sagt. Það hefir ekki
verið skrifað niður fyr en nú, og þá eins og ég mundi
halda það, þar sem tíminn væri lengstur.
Loks er rétt að geta þess, vegna þeirra, sem aldrei
hafa verið á hrútasýningum, að auk þess sem hér birtist,
og á sýningunum hefir verið sagt, að meira eða minna leyti,
þá er ætíð talað nokkuð um það, sem sérstaklega snertir
hverja sýningu fyrir sig, en að sjálfsögðu nær ekki átt,
að fara að birta það hér, heldur hitt, sem alstaðar hefir
verið endurtekið í ofurlítið misjöfnum búningi og með
mismunandi mælgi.
Þegar ég í fyrsta sinn stend hér á hrútasýningu, þá
finn ég að það muni vera skylda mín að gera grein fyrir,
hversvegna ég læt vega hrútana og mæla. Eg verð var
við það, að ýmsum þykir þetta vera sérvizka, og sumir
líta svo á, að þetta sé talandi vottur þess, að ég geti
ekki dæmt um hrút, nema eftir málum og þunga. Vegna
þess verð ég að gera þessa grein. Og orsakirnar eru
margar. En mestu skipta þó tvær. Sú er hin fyrri, að
einungis með því að mæla og vikta alla hrúta, sem koma
á sýninguna, er hægt að skapa sér ákveðna skoðun um
samanburð á hrútunum, sem hingað er komið með í dag,
og hrútum, sem hingað verður komið með eftir fjögur
ár, og af þeim samanburði sést, hvað ykkur hefir miðað
áleiðís með umbætur á hrútunum ykkar.
Mér finnst það varla vera vansalaust, að við, eftir að
vera búnir að halda sýningar, að vísu meira og minna
reglulaust hér á landi, í yfir tuttugu ár, skulum ekki geta
sagt neitt um það, hver munur er á hrútunum, sem nú
koma á sýningu, í þessum eða hinum hreppnum, og
hrútunum, sem komu þangað á sýningar áður fyr. Þetta
gerir vogin og málbandið mögulegt að nokkru leyti.
A sama hátt er hægt að bera saman hrútana í hin-