Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 453
B Ú N A Ð A R R I T
443
um ýmsu hreppum, og sjá, hversu þeir eru misjafnir, og
að gera þann samanburð, er að minnsta kosti skemmti-
legt, og getur líka stundum gefið upplýsingar, sem að
gagni geta komið.
Hin ástæðan til þess að ég legg á mig og ykkur þá
fyrirhöfn, sem því er samfara að vega og mæla hrútana,
er sú, að með því geri ég mér vonir um, að eg muni
finna þá hrúta, eða réttara þær hrútaættir, sem beztar
eru. Eg spurði í dag undan hvaða hrút hver hrútur,
sem eg skoðaði, væri, og um það sama spyr eg næst.
Þá er alveg gefið að ég sé syni hrútanna, sem hér eru
í dag, og þá er að rannsaka, hvaða hrútar af þeim, hafi
reynst að gefa bezta syni.
Þetta tvennt eru ástæðurnar til þess, að eg vikta og
mæli hrútana.
En auk þessa gera málin manni hægra fyrir, þegar
dæma á skapnaðarlag á hrút eða annari sauðkind, og
flýta fyrir því, að hægt sé að átta sig á skepnunni, en
þau eru engin nauðsyn til þess. Loks er mikið betra að
hafa málin og þyngdina, þegar lýsa á, hvernig vel byggð
kind á að vera byggð, en að þurfa að nota tóm lýsing-
arorð, sem oft og einatt hafa misjafna þýðingu eftir því,
af hvers vörum þau eru sögð.
Það var hér áðan gerð sú krafa til dómanna, sem
dæmdir voru á sýningunum, að það mætti treysta því,
að þær skepnur, sem þar fengn hæst verðlaun, væru
beztar til undaneldis. Nú vitum við það, að þessari kröfu
er ekki mögulegt að verða við, eins og enn er háttað
vitneskju okkar, sem eigum að kveða upp dóminn og
starfi ykkar, sem skepnurnar eiga, og gefa okkur upp-
lýsingar um þær, um leið og þær eru sýndar.
En það eru margir hér á landi enn, sem vilja gera
þessa kröfu. þeir verða því fyrir vonbrigðum, þegar ég
segi þeim, að þeir megi alls ekki treysta því, að sá
hrútur, sem fær fyrsíu verðlaun á sýningu, sé nokkuð
betri en annar, sem engin verðlaun fær. Og það er ekki