Búnaðarrit - 01.01.1933, Síða 457
B Ú N A Ð A R R I T
447
verð fyrir hvert kg. Sumum finnst að þetta atriði eigi
ekki að hafa áhrif á dóma um hrúta, nema þar sem
komin eru á frystihús, svo menn geti notað freðkets-
markað. Þeim finnst, að þessa gæti ekki á innanlands
markaðinum og því síður í saltketstunnunum. En þetta
er rangt. Á innanlands markaði er byrjað að gera
sömu krafa og annarsstaðar í heiminum, og þið megið
vera alveg vissir um, að þær kröfur aukast eftir því sem
fleiri menn verða í kauptúnum landsins, sem svo vel eru
efnum búnir, að þeir geta borðað það, sem þeir vilja, en
þurfa ekki sérstaklega að hugsa um verðið. Þið megið
líka vera alveg vissir um það, að ef við gætum sagt við
kaupandann að saltkjötinu, að í tunnunum væri ekkert
annað en fyrsta flokks kjöt, þá yrði verðið hærra en nú
er. Þessvegna má taka þessa ástæðu með um allt land.
Hið þriðja, sem gerir að við viljum hafa lengdarhlut-
föllin sem réttust, er það, að kindin, sem hefir þau rétt,
leggur sig á blóðvelli með meira kjöti, miðað við lifandi
þungann, en kindin, sem hefir löngu miðjuna. Á þetta
hefi ég bent áður, en skal hér bæta því við, að auk
þess sem hlutföllin hafa áhrif á kjötprósentuna, þá hefir
holdafarið það, því þéttholdaðri og vöðvameiri sem kind-
in er, því meiri kjötprósent hefir hún, fitan, því feitari
sem kindin er, því meira kjötprósent, og kviðlagið, því
meiri baggakvið, því minni kjötprósenta, en því sívaiara,
sem kviðlagið er, því meiri kjötprósent. Kviðlagið er,
hvað þetta snertir, verst — mestur baggakviður — á
mörgu þingeysku fé, en bezt á ýmsu fé af Kleifakyni —
þar mest sívalt kviðlag.
Síðasta málið er breiddin á spjaldhryggnum. Hana köll-
um við sæmilega, þegar hún er orðin 22 cm, og góða,
þegar hún er meiri. Breiðustu hryggir á okkar hrútum
eru 25 cm.
Af þessu sjáið þið þá, hvað málin segja, og hvað ég
get borið saman eftir þeim. Ég get sagt ykkur næst,
hvort hrútarnir ykkar hafi þyngst, hvort brjóstummálið