Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 458
448
BÚNAÐARRIT
hafi aukist og af hverju, hvort lengdarhlutföllin hafi
breytzt og hvernig, og hvort spjaldhryggurinn hafi breikh-
að, og hvað mikið. En meira segja málin ekki. Það er
því ekki nema dálítill hluti af lýsingu kindarinnar, sem
fæst með þeim, en sú lýsing er nákvæm, það sem
hún nær.
Þá tölum við um yfirlínu kindarinnar, en það er lín-
an, sem efsta brún hryggjarins myndar, frá herðum og
aftur á rófu. Yfir-línan á að vera lárétt. Hún á hvorki
að vera hærri fram, af því að kindin sé framhá, né
hærri aftur, af því að kindin sé afturhá, heldur alveg
lárétt. En auk þess á yfirlínan líka að vera alveg bein,
það eiga ekki að vera á henni beygjur éða brot. Þettá
er þó algengt á tvo vegu. Hið fyrra er það, að línan
beygist niður milli herða og mala. Þá er sagt að hrút-
urinn sé söðulbakaður eða hafi siginn hrygg. Það er
talinn galli, að hryggurinn sé siginn, en mikill er hann
ekki, ef hryggurinn er vel sterkur. En ef hryggurinn,
samhliða því að vera siginn, er linur, svo hann gljúpni
eða kikni undan dálitlu átaki, þá er það regin galli, því
það ber vott um, að hrútinn vanti í sig herzlu og vöðva-
stælingu og sé því lingerður. Hrútum með signum hrygg
og linum, ber því ekki að hossa hátt, hversu góðir sem
þeir eru að öðru leyti.
A slíkum hrútum ber mest í sveitum, þar sem féð hefir
verið blandað þingeyskum hrútum, og blöndunin er kom-
in í annan ættlið eða meir.
Hið síðara um malirnar. Þegar þangað kemur, brotn-
ar línan og beygist niður á við aftur að rófunni. Mal-
irnar verða þá meira og minna brattar. Við teljum það
galla, og viljum helzt hafa malirnar alveg beinar aftur úr.
Þegar þær eru það, þá skapast meira rúm fyrir vöðv-
ana, sem liggja frá mölunum neðanverðum og aftan-
verðum, niður á lærin, heldur en þegar þær eru brattar,
en kjölið, sem er á skrokknum fyrir aftan miðjan spjald-
hrygg, er selt hærra verði út úr búðinni, en kjötið úr