Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 462
452
B Ú N A Ð A R R I T
heldur húðinni niður að skrokknum sé rúmmikil, en í
honum safnast fitan fyrir, og þessvegna teljum við kost,
að hann sé sem lausastur og rúmmestur.
Ullin á að vera sem mest, illhærulaus og hæfilega fín eftir
staðháttum. Ennfremur verður hún að vera með þeim
lit, að hún komist í fyrsta flokk. I raun og veru er ull-
in því betri verzlunarvara sem hún er fínni, en að hinu
leytinu eru takmörk fyrir því, hve fín hún getur verið
eða má vera, við þau skilyrði, sem féð á við að búa.
I því sambandi má benda á, að ullin má ekki vera
fínni en það, að hún þoli það slit, sem hún verður
fyrir, en það er misjafnt eftir haglendinu, sem féð geng-
ur í, og húsvistinni, sem féð á við að búa.
Ekki má heldur ullin vera fínni en það, að hún þófni
ekki við þau skilyrði, sem féð á við að búa. Geri hún
það, þá myndar hún brynju utanyfir skrokk kindarinnar,
sem ver því, að húðstarfsemin geti verið eðlileg, en
við það þrífst kindin ver en ella. Bæði þessi atriði eru
afarmisjöfn í sveitum landsins og jafnvel bæjum innan
sömu sveitar. Þess vegna er ekki rétt að gera sömu
kröfur um fínleika ullarinnar á hinum ýmsu stöðum, og
vegna þess hefi ég lítið tillit tekið til fínleika ullarinnar
enn sem komið er. Eg tel mig ekki hafa nægan stað-
arkunnugleika til að geta dæmt um það, hve fín ullin
þarf að vera á þessum eða hinum stað, og vil því held-
ur þegja en segja það, sem ef til vill er rangt á þeim
stað, sem ég þá stend á.
Margir leggja tnikið upp úr höfðinu, og sumir leggja
höfuðáherzlu á svipinn og lit andlitsins. Þetta geri ég ekki,
þó mér sjálfum þyki ákveðinn svipur og litur fallegastur,
þá hefir mér aldrei komið til hugar, að ég hefði frekar
vit á því, hvað er fallegt, en hver annar.
En hitt er annað mál, að hver bóndi á að sækjast
eftir því að fá sama svip á allt sitt fé, og þann svip,
sem honum sjálfum þykir fallegastur. Hitt skiptir ekki
rnáli, hvað öðrum þykir.