Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 467
BÚNAÐARRIT
457
grafi í eyranu. Hvorugt þetta þarf að koma fyrir, ef rétt
er áhaldið.
Sá bóndi, sem hefir ærnar sínar merktar eða þekkir
þær, heldur þeim og heldur ærbók, merkir lömbin og
skrifar númmer hvers lambs inn í ærbókina, getur að
haustinu vitað undan hvaða hrút og á hvert einasta
lamb er.
Þetta þarf hann að vita, því hann á að setja á lömbin
undan þeim ánum, .sem eru al/ra beztar og sem hann
hefir að vetrinum hleypt til undir sinn eða sína beztu
hrúta. Það er dauöasynd móti fjárhagnum, sjálfum sér
og sínum, að setja á minnstu lömbin, af því að »það sé
svo lítið frálag í þeim«, og láta þannig afskúmin mynda
framtíðarstofn fjárins. Það er mikil synd, að setja á þau
lömbin, sem manni lízt bezt á, en hefir enga hugmynd
um, hvernig eru ættuð, en því miður er það enn gert
af öllum fjöldanum. Hvorugt af þessu megið þið láta
henda ykkur. Þið eigið að setja á bezt ættuðu lömbin,
sem ykkur líka lízt bezt á, og eigi annaðhvort að víkja,
ætternið eða útlitið, þá er það alveg tvímælalaust útlitið,
sem á að víkja fyrir ætterninu, en hvorttveggja á helzt
að fara saman gott útlit og gott ætterni.
A þennan hátt á hver einasti bóndi að byrja á því
að fylgjast með fé sínu og bæta það. Að haustinu á
hann, auk þess sem hann notar lambamerkin til þess
að þekkja ásetningslömbin, að nota þau til að átta sig á
því, hvernig hrútarnir hans reynast. Hann á að draga
sér lömbin undan hverjum hrút og athuga þau og helzt
vikta, og láta síðan slátra þeim í flokkum í sláturhúsinu,
svo hann sjái bæði á voginni og með augunum heima
og á viktarnótunum úr kaupstaðnum, hvernig raun hver
hrútur hefir gefið.
Sá bóndi, sem gerir þetta, getur nú ekki komist hjá
því, að áður en mörg ár eru liðin, þá eru allar beztu
ærnar hans undan einhverjum ákveðnum hrút. Bezti
hrúturinn á bænum er þá oft bróðir þeirra. A þá að