Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 468
458
BÚNAÐARRIT
nota þennan bróðir þeirra? Þannig spyrja menn, og ég
segi já, það eiga þeir hiklaust að reyna. Féð er þá að
vísu skylt, og við það eru margir hræddir, hræddari en við
kölska sjálfan. Þá vilja þeir fara að fá sér hrúta að,
bara af því að féð er „orðið of skylt“, eins og menn
segja. Oft hefi ég spurt, hvað það væri, sem gerði þeim
ekki fært að gera féð skylt, og venjulega ekki fengið
neitt svar. Þó hefir það komið fyrir, að menn hafa
getað greint ástæður, og er það skiljanlegt, því það get-
ur komið fyrir, þegar féð fer að verða skylt, að í ljós
komi, að hjá því hafi falist huldir gallar, sem þá fyrst
fara að sjást og gera skaða. Skyldleikaræktinni er þá
kennt um, en hún getur aldrei skapað neitt nýtt í fénu
en bara leitt í Ijós kosti og gal/a, sem áður voru huld-
ir, og fest þá. Þess vegna er þessi mjói vegur ekki fær
nema fyrir þá, sem ekki eiga slæma galla í fénu sínu,
þegar þeir byrja. En sé hann fær, þá er hann langfljót-
asti og lang-bezti vegurinn, sem hægt er að fara, til að
fá féð samstætt og kynhreint, en hann er ekki fær fyrir
fjöldann, nema stofninn sé hraustur og gallalítill.
Ég veit að þetta er nokkuð harður biti að kyngja
fyrir marga, og það er eðlilegt, því lítið hefir verið gert
að því að útskýra þessi mál fyrir almenningi. Ef til vill
verður ykkur þetta ljósara, ef ég tek dæmi, enda er það
skylda min að benda ykkur á þá galla, sem við vitum
að til eru í fénu og hætta getur verið á, að sé í byrj-
unarstofninum, þótt þeir ekki sjáist þá, en komi fyrst í
ljós þegar féð verður skylt, og geri þá skaða.
Til að útskýra þetta skal ég taka mórrauða og hvíta
litinn. Ef að lambið fær eðli til þess að verða mórautt
frá öðru foreldranna en hvítt frá hinu, þá verður það
æfinlega hvítt. Ef við þess vegna ættum 100 ær, sem
væru hreinbvítar, af því þær hefðu fengið eðli til þess
frá báðum foreldrum sínum, og notuðum handa þeim
hrein mórauðan hrút , þá er hægt að segja ákveðið, að
öll lömbin verði hvít á lit. En þó þau öll séu hvít að sjá,