Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 469
BÚNAÐARRIT
459
þá er í þeim öllum hulinn móraudur litur. Notum við
handa þessum ám hvítan hrút hreinkynjaðann, verða öU
lömbin alltaf hvít, en hvenær sem við notum handa þeim
hvítan hrút, sem hefir fengið mórauðan lit frá öðru for-
eldri sínu, og hefir hann því hulinn í erfðaeðli sínu, þá
fæðist fleira eða færra af mórauðum lömbum. I þessu
tilfelli er ykkur ljóst, að mórauði liturinn kemur fram,
þegar skepnan fær hann frá báðum foreldrum, og þar
sem það nú er alveg sama að segja um erfðir heils
hóps af erfðavísirum, þá er auðskilið, að því skyldari sem
foreldrarnir eru, því meiri líkindi eru til, að þeir báðir
hafi frá öðru foreldri sínu sama hulda eiginleikann, og
afkvæmin geti fengið hann frá báðum, og hann þar með
■orðið sýnilegur.
Skyldleikaræktin þarf því að notast með gát. Bóndinn
verður að fylgjast með lömbunum sínum, aðgæta þau, at-
huga hvort í ljós kemur nokkuð, sem sýnir honum að
um slíka slæma hulda galla hafi verið að ræða, og því
þarf honum líka að vera ljóst, hvað hann sérstaklega
þarf að hafa auga með, og vegna þess vil ég telja upp
þá helztu, sem við nú þekkjum og vitum af eða höfum
sterkan grun um.
Eg skal þá fyrst nefna buldog lömbin. Um þau gat ég
í Búnaðarritinu 1930. Síðan hefi eg orðið var við þau
mikið víðar, og ef til vill skýrist málið fyrir ykkur af að
heyra, hvernig það gekk á einu heimili fyrir norðan með
þau. Um áratugi hafði gamall einsetumaður búið á smá-
koti. Hann hafði ekki nema 20 til 30 ær og notaði
alltaf lambhrúta fé af sínu, sem því vitanlega varð mjög
skylt. Ar og ár kom það fyrir, að hann eignaðist van-
sköpuð Iömb, en það var þá þar eins og víða annars-
staðar, að reynt var að kenna hinu og þessu um. Onn-
ur ár bar ekkert á þessu, og þau voru fleiri. Þegar
hann svo hætti búskapnum 1929, tók nágranni hans 12
ærnar. Þessi bóndi hafði tvo hrúta. Annar þeirra var
aðkeyptur. Var búið að nota hann í tvo vetur og höfðu