Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 471
BÚNAÐARRIT
4G1
snoppuna á mölunum á henni, eftir að það stækkaði, en
íyrst með hausinn í lærunum á henni. Og þannig leiddi
hún það með umönnun góðrar móður! fram á haust, án
þess það færi sér að voða.
Máttlaus og hálfvitlaus lömb leyna sér ekki heldur.
Þau eiga alveg tvímælalaust rót sína að rekja til erfða-
galla, sem ekki sést nema í tvöföldum skammti, eða
þegar lambið hefir fengið hann frá báðum foreldrum.
Bæklaðir fætur sjást að jafnaði ekki á lambinu ný-
bornu. En séu þeir mikið snúnir má þó sjá það. En
þegar lambið þyngist, þá valda fæturnir ekki skrokknum
og lambið fer að ganga skælt og snúið og er þá kallað
bjagað. Oftast eru það hrútlömb sem svona fara, og má
vera, að erfðavísirinn sé bundinn við eða liggi í kyns-
bogteininum.
Ekki er það enn Ijóst, hvort stærð skepnanna byggist
á einum eða fleirum erfðavísisandstæðum, en hvort sem
heldur er, þá er það víst, að oft klofnar frá og kemur
í ljós smæð, þegar farið er að gera féð skylt. Því þarf
bóndinn að athuga, hvort hann verður var við sérstakar
píslir. Verði ekki fundnar eðlilegar ástæður fyrir því, er
mjög líklegt að stærð upprunalega stofnsins hafi verið
af ólíkum og andstæðum rótum runninn og hann með
því að halda áfram að gera féð skylt, geti átt á hættu
að það smækki.
Að lömbin hætti að geta gengið, þegar kemur fram á
sumarið, er nokkurn veginn víst að er erfðagalli, sömu-
leiðis það, að efri og neðri skolturinn séu ekki jafnlangir.
Allt þetta á athugull maður að geta séð á lömbunum
nýbornum, ef hann fylgist almennilega með um burðinn,
eða þá að sumrinu.
Aftur sér hann það ekki, þó í stofninum hafi verið
vísir til þess að fitan á skrokknum verði gul að lit, eða
skrokkurinn verði það sem kallaður er gulur. Þetta kem-
ur ekki í ljós fyr en að haustinu, í sláturtíð. En þá sést
það Iíka. Bóndi, sem fær gula skrokka, verður fyrst að