Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 492
BÚNAÐARRIT
■ BÚPENINGSSÝNINGAR I
Almenningi lil leiðbeiningar vill Búnaðarfélag íslands benda á
eftirfarandi atriði um búpeningssýningar þær, er það heldur árlega,
samkvæmt lögum nr. 32, 8. sept. 1931, um búfjárrækt.
A. Naulgripasýningar:
Þær skal halda á 5 ára fresti í hverju nautgriparæktarfélagi
(annarsstaðar ekki), enda hafi hlutaðeigandi sveitarstjórnir, eða
nautgriparæktarfélög, sent B. í. skriflega ósk um sýningu fyrir lok
marzmánaðar ár hvert. — Til verðlauna á sýningum þessum leggur
ríkissjóður 50 aura fyrir hvern framtalinn nautgrip á sýningar-
svæðinu, samkvæmt síðustu birtum búnaðarskýrslum, gegn jöfnu
tillagi útveguðu af sveitarstjórn eða nautgriparæktarfélagi annars-
staðar frá. — Auk þess greiðast I. og II. verðl. á naut eingöngu
úr ríkissjóöi. — Vorið 1934 verða sýningar haldnar í nautgripa-
ræktarfélögum á Vestfjörðum (frá Gilsfjarðarbotni að lirútafjarðará)
cftir því sem tilkynnt vcrður nánar síðar.
B. Hrossasýningar:
Þær skal halda í hverri sýslu landsins þriðja hverl ár, enda
hafi hlutaðeigandi sýslunefndir veilt fé til sýninganna og sýslumenn
tilkynnt félaginu það, ásamt kosningu sýningarstjóra og dómnefndar-
manna, fyrir aprílmánaðarlok ár hvert. — Til verðlauna leggur ríkis-
sjóður 10 aura fyrir hvert framtalið hross í sýningarumdæminu,
samkvæmt siðustu birtum búnaðarskýrslum, þó aldrei minna en 100 kr.
til hverrar sýningar, gegn jöfnu framlagi úr hlutaðeigandi sýslusjóði.
Auk þess greiðir ríkissjóður 50 kr. til viðbótar hverjum I. verðl.
stóðhestanna. — ]afnframt héraðssýningunum skal gefa eigendum
fullorðinna stóðhesta kost á afkvæmasýningum, samkvæmt nánari
ákvæðum laga um búfjárrækt og tilheyrandi reglugerð. — Vorið 1934
verða hrossasýningar haldnar norðanlands (frá Hrútafjarðará að
Gunnólfsvíkurfjalli) áþeimtíma, er síðar verður ákveðinn, að fengn-
um svörum sýslumanna um framlag sýslusjóðs og skipun sýningar-
stjðra og dómnefndarmanna.
C. Hrútasýningar:
Þær skal halda í einstökum hreppum 4. hvert ár, enda hafi hlutað-
eigandi sveitarstjórnir sent félaginu skriflega ósk um sýningu fyrir júlí-
mánaðarlok ár hvert. — Til hrútaverðlauna leggur ríkissjóður 2 aura
fyrir hverja framtalda kind í hreppnum,samkvæmt síðustu birtum bún-
aðarskýrslum, gegn jöfnu framlagi, útveguðu af sveitarstjórn annars-
staöar frá. — Haustið 1934 verða hrútasýningar haldnar á svæðinu frá
Skeiðará að Hvalfjarðarbotni,cftir þvísem síðar vcrður nánar ákveðið.