Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 16
maður er manni“ (1995, II, bls. 150 [1155a]). Það er engin furða þótt Dunne lýsi nokkrum áhyggjum í upphafi bókar sinnar af gildi eigin verks, þar sem niðurstöður þess verði ekki metnar á stiku neins „ytri mælikvarða“, þótt hann telji síðan í sig kjark og hafni því að vettvangsbundnar rökfærslur hljóti að grafa undan fræðilegri marktækni (1993, bls. 25–26). En séu hugmyndir Aristótelesar um aðferð og kenningu í raun svo fjarri afstöðu FPV, hví hefur talsmönnum þess viðhorfs þá flogið í hug – og tekist í margra augum – að gera hann að áburðarjálki þeirra eigin kreddu? Líklega stafar það af greinarmun Aristótelesar á fræðilegri og hagnýtri þekkingu: á þeôria annars vegar, technê og fronēsis hins vegar. Þegar Dunne fullyrðir að „svið kenningar og starfs séu ósammæl- anleg hjá Aristótelesi“ (1993, bls. 238) þá stendur það vissulega heima í þeim skiln- ingi að þeôria er skýrt aðgreind frá hinum tveimur þekkingarsviðunum. En ástæðan fyrir því er sáraeinföld: þeôria hjá Aristótelesi á lítið sem ekkert skylt við það sem við nú köllum vísindalega (eða menntunarfræðilega, siðfræðilega) kenningu. Þeôria fjallar um hluti sem eru nauðsynlega eins og þeir eru, það er gætu ekki verið öðru- vísi; hún er fyrirfram þekking á hinu óumbreytanlega, því sem við í dag myndum flokka undir svið stærðfræði og rökfræði. Og þótt Aristóteles hafi hugsað sér þann heim annan og víðari en við gerum nú á dögum (hann tæki líka til eðlisfræði, gangs himintunglanna o.s.frv. en ekki endilega til rökfræði) þá er ekkert í ritum hans sem bendir til þess að hann myndi telja kenningar um menntun og siðferði falla undir þeôria. Því er rangt að álykta að þar sem hann hafi talið þeôria ósammælanlegt hag- nýtum (breytanlegum) viðfangsefnum þá myndi hann einnig telja menntunarfræði- og siðferðiskenningar dagsins í dag úrleiðis við hagnýt kennslustörf. Ég á bágt með að sjá að Aristóteles myndi ráðleggja kennurum samtímans að leysa hugsun sína úr álögum kenninga – nema þá steingerðra og rangsnúinna kenninga. Af þessu leiðir að Flaming (2001) veður krap þegar hann staðhæfir að þar sem hjúkrun fáist við hagnýtt (siðferðilegt) viðfangsefni, það er að segja farsæld (evdaimonia) sjúklinga, þá geti hjúkrunarfræði ekki verið rannsóknarmiðuð. Saugstad (2002) hleypur einnig ítrekað á sig þegar hún teflir fram margvíslegum rökum fyrir því að greinarmunur Aristótelesar á kenningu og starfi kollvarpi ýmsum „hversdags- sannindum“ á menntavettvangi samtímans. Fjöðrin verður, hjá Saugstad rétt eins og hjá Flaming, að fimm hænum. Satt er að „Aristóteles greinir í sundur svið hins fræði- lega og hagnýta“ og að hann taldi ekki að sannindi frá fyrra sviðinu gætu nýst beint sem „hagnýt þekking“. Satt er og að hann taldi engin „einkvæm vensl“ milli tiltek- innar kenningar og tiltekins starfs (2002, bls. 385–386). En ástæðan fyrir því að þetta er satt er sú að Saugstad er að tala um kenningu sem þeôria; hér eru einfaldlega á ferð sjálfsagðir hlutir sem koma menntamálum eða meintum hversdagssannindum á þeim vettvangi ekkert við. Ekkert í greinarmun Aristótelesar á þeôria annars vegar, technê og fronēsis hins vegar, útilokar að kenning í menntunarfræði eða siðfræði, sem ekki er þeôria heldur afsprengi aðleiðslu eða rökræðulistar um breytanlega hluti (sjá áður), sé hagnýtanleg á vettvangi menntunar. Það kynnu að vísu að vera aðrar ástæður en þær sem Saugstad nefnir fyrir því að útiloka þann kost, en ég mun ræða þær og hafna síðar í ritgerðinni. E R K E N N S L A P R A X I S ? 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.