Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 30

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 30
að hafa á valdi sínu (Kennedy, 2000; Niss, 1999). Hér er hugtakið ekki notað á þann hátt. Starfshæfni er skilgreind sem heildstætt fyrirbæri sem hefur ýmsar víddir og hliðar. Litið er svo á að starfshæfni kennara verði að vera bæði hagnýt og fræðileg, og hvort tveggja í senn, persónuleg og fagleg. Starfshæfni fólks er oft metin af öðrum en þeim sjálfum, og þá samkvæmt skilgreindum viðmiðum sem samræmast þeim kröfum sem gerðar eru í viðkomandi starfi. Í rannsókn þessari er tekið mið af sýn kennaranema á eigin starfshæfni. Í greininni er leitað svara við spurningunni um hvernig Kennaraháskóli Íslands styður við starfshæfni kennaranema. Ekki er spurt um hvernig stofnunin auki starfs- hæfni þeirra. Með stuðningi er átt við hvatningu, uppbyggilegar samræður og skoð- anaskipti í nemendahópum eða við kennara, aðstoð þar sem tekið er mið af áhuga og getu nemenda sjálfra (Berk og Winsler, 1995), og ekki síst er átt við – þegar fullorðnir eiga í hlut – ögrandi viðfangsefni og samskipti (Edwards o.fl., 2002). Litið er svo á að kennaranemarnir séu virkir í eigin námi; að þeir nýti sér námskeið, kennara, náms- efni og samskipti við samnemendur til stuðnings við uppbyggingu á eigin hæfni en séu jafnframt háðir þeim stuðningsrömmum sem skipulag kennaramenntunar myndar og setur nám þeirra í félagslegt, menningarlegt og þekkingarfræðilegt sam- hengi. Í nýlegum skrifum um „góða kennaramenntun“, þ.e. æskilegar leiðir til að efla hæfni kennaranema til að takast á við kennarstarfið, hafa tvö sjónarhorn verið áberandi: Annars vegar er hagnýtt nám í brennidepli og litið svo á að reynsla á starfs- vettvangi eigi að vera meginuppistaða kennaranámsins (Kennedy, 2000; Taconis, van der Plas og van der Sandern, 2004). Hins vegar er lögð áhersla á nauðsyn þess að efla faglegan og persónulegan styrk nemanna með fræðilegu rannsóknartengdu kennara- námi (Bengtsson, 1993; Kansanen, 2005; Korthagen, 2004). Í rökstuðningi fyrir gildi náms á vettvangi er gjarnan stuðst við kenningar um aðstæðutengt starfsnám (Lave og Wenger, 1991; Chaiklin og Lave, 1996). Þá er litið á kennaranema sem eins konar lærlinga, sem þróast frá því að vera byrjendur til þess að vera hæfir starfsmenn, jafn- vel sérfræðingar á sínu sviði með því að takast á við kennarastarfið og njóta leið- sagnar reyndari kennara (Kennedy, 2000; Lauvås og Handal, 2000; Nielsen og Kvale, 1999). Þess vegna þurfi að nýta reynslu á vettvangi sem grunn fyrir fræðilegt nám í kennaraháskólum. Í rökstuðningi fyrir aukinni áherslu á fræðlegt og rannsóknar- tengt kennaranám er lögð áhersla á að hugsun nemanna um starfið og um skjólstæð- ingana skipti ekki minna máli en hagnýt hæfni. Tilgangur kennaranáms sé að efla faglegan styrk nemanna, að þeir temji sér öguð vinnubrögð, víðsýni og gagnrýna hugsun, auk þess að dýpka skilning og þekkingu sína á þeim fræðasviðum sem tengjast námi og kennslu (Buchberger, Campos, Kallos og Stephensen, 2000; Kansanen, 2005; Korthagen, 2004). Þannig verði þeir færari um að rökstyðja gerðir sínar og taka afstöðu til álitamála í starfi og hæfari til að takast á við starfið á fag- mannlegan hátt. Þessi tvö sjónarhorn lýsa í raun mismunandi afstöðu til þess hvert vægi milli fræðilegs náms og náms á vettvangi eigi að vera, og hvernig best sé að flétta saman þessum rauðu þráðum kennaramenntunar. Tilgangur rannsóknar þeirrar sem hér er greint frá var að kanna hvernig kennara- H V E R N I G S T Y Ð U R K E N N A R A H Á S K Ó L I Í S L A N D S V I Ð S T A R F S H Æ F N I K E N N A R A N E M A ? 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.