Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 31

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 31
nemar á grunnskólabraut Kennaraháskóla Íslands, síðasta námsári, telja kennara- námið styðja við þeirra eigin hæfni til að takast á við kennarastarfið. Töluvert hefur verið skrifað um viðhorf byrjenda í kennslu til eigin hæfni til að takast á við kennara- starfið og stuðning við slíka hæfni þegar út í starfið er komið (Feiman-Nemser, 2003; Hoel, 2005; María Steingrímsdóttir, 2005). Minna er vitað um viðhorf kennaranema, en fyrri rannsóknir benda þó til að kennaranemar hafi fremur áhuga á stuðningi við að efla hagnýta hlið starfshæfni sinnar en fræðilega (Hafdís Ingvarsdóttir, 1997; Kort- hagen, 2004; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004). Nýmæli rannsóknarinnar felast í því að beina athyglinni að sýn kennaranema á eigið nám. Þess er vænst að grein þessi varpi nýju ljósi á þær breytingar sem verða á starfshæfni kennaranema á námsárunum, hvað helst hefur áhrif á þær breytingar, og á þá stuðningsramma sem kennaranám myndar – og að hún verði þannig innlegg í umræður um leiðir til að bæta kennara- menntun. FRÆÐILEG UMGJÖRÐ Í grein minni sem birtist í Uppeldi og menntun (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004) var fjallað um sýn kennaranema á eigin starfshæfni, og voru þátttakendur þeir sömu og í þeirri rannsókn sem hér er fjallað um. Í greininni var sett var fram hugtakalíkan í því skyni að varpa ljósi á ýmsar hliðar og víddir í starfshæfni kennara og kennara- nema. Var líkanið síðan notað til að greina og ræða hvers konar starfshæfni þátttak- endurnir telja sig vera að glíma við á námsárunum í KHÍ. Sama hugtakalíkan var haft til hliðsjónar þegar hluta gagna í þessari rannsókn var aflað og myndar það því fræði- lega umgjörð um framsetningu og túlkun niðurstaðna ásamt kenningum og hugtök- um sem varpa ljósi á nám einstaklinga í félagslegu samhengi. Starfshæfni kennaranema Hugtakið starfshæfni vísar til þess sem einstaklingurinn er fær um að gera í starfi; hann býr yfir kunnáttu eða færni sem hann veit hvernig má nota við ákveðnar að- stæður. Skilgreindar hafa verið ýmsar hliðar og víddir í starfshæfni kennara (Ragn- hildur Bjarnadóttir, 2004; Jordell, 2003). Starfshæfnin er bæði persónuleg og fagleg. Hún er fagleg þar sem hún byggir á kunnáttu, eða því sem kennarar hafa lært um kennslu og menntun barna, og jafnframt persónuleg, byggist m.a. á sjálfsþekkingu og trú einstaklinga á eigin getu til að ráða við viðfangsefni (Bandura, 1997). Starfshæfn- in hefur bæði innri og ytri hliðar. Þá er átt við að starfshæfnin er oft sýnileg öðrum, þ.e. þegar hún birtist í athöfnum, en einnig getur hún verið ósýnileg öðrum þar sem hún felst í möguleikum til athafna, en ekki í athöfnunum sjálfum. Skýringarmyndina hér að neðan nota ég til að varpa ljósi á þessa flóknu samsetningu starfshæfni kenn- ara og kennaranema (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004). Persónuleg og félagsleg hæfni (að vera), fagleg þekking (að þekkja / vita) og möguleikar á að ígrunda eigið starf (að ígrunda) eru mikilvægar hliðar starfshæfninnar ekki síður en þekking á því hvernig unnt er að gera hlutina. R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.