Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 32
Mynd 1 – Starfshæfni kennaranema. Ýmsar hliðar og víddir.
Hugtök eins og starfskenning, lífsskoðanir og sannfæring hafa verið notuð um hugs-
anir kennara um starf sitt (Hafdís Ingvarsdóttir, 2001; Jóhanna Einarsdóttir, 2003;
Katrín Friðriksdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002; Ragnhildur Bjarnadóttir,
1993). Líta má á starfshæfni sem eins konar brú milli slíkra hugsana um starfið og
athafna í starfi. Brúin er þá byggð úr þekkingu og reynslu einstaklingsins og tekur
sífelldum breytingum, bæði í kennaranámi og þegar út í starfið er komið.
Niðurstöður rannsóknar minnar á sýn kennaranema á eigin starfshæfni benda til
þess að allar fjórar hliðarnar hafi mikið vægi (2004). Persónulegur styrkur (að vera)
virðist samt sem áður vera rauður þráður í þeirri starfshæfni sem nemarnir telja sig
þurfa að ná tökum á, sem samræmist vel erlendum rannsóknum á kennaranemum
(Hargreaves, 1998; McLean, 1999). Í rannsókn þeirri sem hér er greint frá voru kenn-
aranemar spurðir um stuðning við þær fjórar hliðar starfshæfninnar sem sjá má á
skýringarmyndinni.
Hvernig breytist hæfni einstaklinga?
Í nýlegri umfjöllun um námshugtakið er gjarnan vitnað til hugtaksins hæfni; ef nám
á sér stað breytist hæfni einstaklinganna (Sommer, 1996; Schultz Jörgensen, 1999). Í
hefðbundnum skilgreiningum sálfræðinnar vísar nám til varanlegra breytinga á hátt-
erni og þekkingu. Í seinni tíð hafa skilgreiningar á því hvað felst í námi verið mjög
víðar (European Commission, 1996). Í námsmarkmiðum grunnskóla hafa t.d.
áherslur á félagsmótun og persónulega leikni í athöfnum daglegs lífs orðið mun sýni-
legri en áður var (Menntamálaráðuneytið, 1999). Samkvæmt því er sú breytta hæfni
sem vísað er til í umfjöllun um nám og námsmarkmið ekki aðeins vitsmunaleg eða
líkamleg, heldur líka tilfinningaleg og félagsleg og getur tengst aðstæðum. Nám
snýst um meira en atferli og þekkingu. Hugtakið nám vísar hér til breytinga á hæfni
í víðum skilningi; möguleikar einstaklinga á að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi,
í daglegu lífi, námi og starfi, breytast.
H V E R N I G S T Y Ð U R K E N N A R A H Á S K Ó L I Í S L A N D S V I Ð S T A R F S H Æ F N I K E N N A R A N E M A ?
32
að vera …
að ígrunda að þekkja/vita
fagleg
innri
persónuleg
Ytri aðstæður
• Kennaranám
• Starfsvettvangur
grunnskólakennara
• Íslenskt nútímasamfélag
• Fagleg viðmið
að gera
– kunna til verka
ytri