Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 39
Trú á eigin getu til að ráða við erfið viðfangsefni kennara
Eins og áður hefur komið fram svöruðu þátttakendur opinni spurningu þegar þeir
voru á fyrsta ári um hvaða viðfangsefni kennara þeim þætti sérlega erfitt eða kvíð-
vænlegt. Athyglin beinist að því sem kennarar gera á vettvangi og þess vegna að af-
markaðri hlið starfshæfninnar. Svörunum var skipað í fimm flokka (Ragnhildur
Bjarnadóttir, 2004).
• Agi og stjórnun
• Skipulag og framkvæmd kennslu (oftast tengd við getublöndun)
• Vandamál og erfiðleikar sem tengjast einstökum nemendum
• Foreldrasamstarf
• Persónuleg viðfangsefni: Að vera ákveðinn, þolinmóður, skipulagður
Í spurningalistanum sem nemarnir svöruðu á þriðja ári var spurt um hvort trú þeirra
á eigin getu til að ráða við hvert af þessum viðfangsefnum hefði aukist í náminu í
Kennaraháskólanum. Þar sem flestir nemarnir tengdu getublöndun við erfiðleika
varðandi skipulag og framkvæmd kennslu, var ákveðið að spyrja sérstaklega um
stuðning við hæfni til að mæta þörfum nemenda í blönduðum bekk. Svarmöguleik-
arnir voru: nei, lítið, já. Í töflu 2 kemur fram hve margir merktu við já:
Tafla 2 – Hefur trú þín á eigin getu til að ráða við viðfangsefnið aukist í náminu í KHÍ?
Viðfangsefni: Hver mörg %
svara já
Að takast á við agavandamál í bekk 67%
Að takast á við kennslu í bekk þar sem er mikil getublöndun 39%
Að takast á við erfiðleika sem tengjast einstökum nemendum 46%
Að vera í samstarfi við foreldra 36%
Að vera ákveðin/n í samskiptum við bekkinn, t.d. ná athygli allra 63%
Helst virðist trú á eigin getu hafa aukist þar sem mikið reynir á persónulegan styrk
(agavandamál og ákveðni í samskiptum). Sjálfstraustið er ekki eins mikið þegar um
sérhæfðari verkefni er að ræða, skipulag kennslu í getublönduðum bekk, erfiðleika
einstakra nemenda og samskipti við foreldra.
Stuðningur við erfið viðfangsefni
Kannað var hvernig svör við tveimur öðrum spurningum í sama spurningalista
tengdust ofangreindri spurningu um trú á eigin getu. Spurningarnar eru: Hefur þú
öðlast faglega þekkingu sem styrkir þig á þessu sviði í námi þínu í KHÍ? og: Hefur
þú kynnst hagnýtum aðferðum sem nota má til að takast á við viðfangsefnið? Svar-
möguleikar voru þrír, já, lítið og nei. Í töflu 3 má sjá hvernig fylgnin er milli svara við
þessum spurningum og svara við spurningunni um trú á eigin getu til að ráða við
viðfangsefnið:
R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R
39