Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 43
Mér gekk illa að skipuleggja vettvangsnámið því að mér fannst leið-
sögnin ekki nógu skýr og góð… . Ég missti alla matarlyst og var með
hnút í maganum af stressi. En einhvernveginn hafðist þetta nú allt
saman. Ég kom saman kennsluáætlun fyrir vettvangsnámið. Ég komst
í gegnum þessa önn og mér fannst ég vera orðin sterkari, í þeim skiln-
ingi að mér fannst ég geta tekist á við kennslu og erfiðleika sem geta
fylgt henni.
Í seinasta vettvangsnáminu varð hún vitni að frábærri samskiptatækni kennara við
nemendur sína. „Ég hugsaði að svona tækni vil ég ráða yfir, svona kennari vil ég
verða. … Þetta var í fyrsta skipti sem að ég hafði séð hvað það er mikilvægt að tala
„rétt“ við nemendur og hvaða áhrif og árangur það hafði. Þetta var hálfgerð upp-
ljómun.“
Hún bætir við einu áhugaverðu atriði varðandi breytingar:
Eftir að hafa verið í KHÍ í næstum þrjú ár þá er ég farin að tala á fag-
máli við aðra. Það gefur mér styrk og sjálfstraust að tala um það sem ég
hef lært og að hljóma trúverðuglega í eyrum annarra, jafnt fagfólks sem
leikmanna. Allt sem maður lærir og tileinkar sér síast inn í hugsun
manns og talmálið. Allt í einu er maður farinn að hugsa og hljóma eins
og kennari.
Þetta bendir til þess að fagmál tengist sjálfsvitund hennar sem kennara og sjálfsvit-
undin hefur breyst. Hún horfir á sjálfa sig sem kennara, hefur öðlast tilfinningu fyrir
að vera kennari og vill greinilega vera það.
Allar þessar frásagnir sýna fram á að vettvangsnámið gefur nemunum möguleika
á að efla eigin starfshæfni, einkum persónulegar hliðar starfshæfninnar, að vera og
gera. Þar gefast möguleikar á að tengja saman teoríu og praksís, þ.e. námið innan
veggja Kennaraháskólans, hagnýtt og fræðilegt, og persónulega reynslu. Frásagnirn-
ar sýna líka að baráttan við eigin persónu vegur þungt í því ferli „að verða kennari.“
Þessi barátta fer ekki fram í einrúmi; tengsl nemanna við aðra mikilvæga einstak-
linga, viðtökukennara og kennara í KHÍ, virðast skipta sköpum fyrir það hverju sú
barátta skilar.
SAMANTEKT OG UMRÆÐA
Í rannsókninni var leitað svara við því hvernig kennaranemar telja námið í Kennara-
háskóla Íslands styðja við annars vegar afmarkaðar hliðar starfshæfni sinnar, þ.e. að
gera, að þekkja, að vera og að ígrunda, og hins vegar við hæfni þeirra til að takast á
við nokkur erfið viðfangsefni kennarastarfsins. Markmið greinarinnar er að varpa
ljósi á hvers eðlis breytingar á hæfninni voru, hvað helst hafði áhrif á þær breytingar
og á þá stuðningsramma sem kennaranámið myndar.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast nemarnir hafa lært ýmislegt á
námsárunum sem hefur áhrif á starfshæfni þeirra og eflir þá sem kennara. Mögu-
R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R
43