Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 45

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 45
áhersla á að í rannsóknartengdu kennaranámi sé leitast við að efla bæði persónu- legan og faglegan styrk nemanna (Kansanen, 2005). Hugsanlega tengjast niðurstöð- urnar og þessar áherslur á persónu kennarans breyttum aðstæðum í nútímasam- félagi. Félagsfræðingurinn Ulrich Beck (1999) kallar nútímasamfélagið „áhættusam- félagið.“ Vegna hraðra samfélagsbreytinga og upplausnar á hefðum hafa valkostir aukist; krafa er gerð um sveigjanleika og áhersla lögð á einstaklingsmótun sem felur meðal annars í sér aukna ábyrgð einstaklinga á eigin námi. Sérstaka athygli vekur hversu mikla þýðingu vettvangsnámið hefur. Trú á eigin getu til að ráða við starfið og áhugi á náminu tengist reynslu nemanna í vettvangs- námi og samskiptum við viðtökukennara. Ábyrgð viðtökukennara er mikil. Að sumu leyti virðast þessar niðurstöður styðja hugmyndir Lave og Wenger (1991) um að af- gerandi þáttur starfsnáms felist í úrvinnslu þekkingar og reynslu á vettvangi, þar sem nemandinn þróar með sér nýjar leiðir til að túlka og bregðast við í starfi, undir leiðsögn reyndari starfsmanna. Efasemdir vakna samt um hversu vel tekst til um þetta ferli. Þá er átt við að nemarnir virðast vera uppteknir af því að „lifa af“ vett- vangstímabilið og eru afar viðkvæmir fyrir því sem gerist í starfinu. Vettvangsnámið sjálft felur í sér ögrun, álit viðtökukennara skiptir nemana miklu og þeir eru nemun- um fyrirmynd þegar vel tekst til. Niðurstöðurnar segja á hinn bóginn lítið um hversu ögrandi samskipti við viðtökukennarana eru og ekki er margt sem bendir til að nem- arnir fái stuðning við að tengja fræðilega og hagnýta þekkingu úr náminu í Kennara- háskólanum við eigin reynslu á vettvangi. Reyndar er þessi rannsókn takmörkuð; hún beinist ekki sérstaklega að því að skoða þá ögrun sem felst í félagslegum sam- skiptum og menningarlegri umgjörð starfsins (sbr. Chaiklin og Lave, 1996). Margar rannsóknir benda til þess að leiðsögn fyrsta árs kennara og kennaranema sé afar mikilvæg og jafnframt til þess að slíkri leiðsögn sé í mörgum tilvikum ábótavant (Feiman-Nemser, 2003; María Steingrímsdóttir, 2005). Líklega vantar töluvert upp á að leiðsögukennarar hér á landi séu undir það búnir að skapa „námssamfélag“, og styðja nemana þannig í að öðlast vald á sífellt fjölbreyttari leiðum til að túlka og bregðast við því sem gerist í daglegu starfi (sbr. Edwards o.fl., 2002). Við endurskoðun á kennaramenntun hér á landi verður að huga vel að menntun og hlutverki viðtökukennara og jafnframt að þeim menntunarmöguleikum sem búa í tengslum kennaranema við vettvang. Innan kennaramenntunarstofnana fer bæði fram hagnýtt og fræðilegt nám og hið sama þarf að gilda um vettvang. Nemarnir öðlast hagnýta reynslu í vettvangsnámi en þeir þurfa líka undirbúning og stuðning við að geta skoðað starfið og sig sjálfa með augum „fræðimannsins.“ Þannig verður reynsla á vettvangi nokkurs konar rannsóknarverkefni, svipað og Finnar leggja áherslu á í rökum fyrir rannsóknartengdu kennaranámi (Kansanen, 2005) og sam- ræmist einnig hugmyndum um aðstæðutengt starfsnám (Chaiklin og Lave, 1996). Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á þá stuðningsramma sem núverandi kenn- aranám í Kennaraháskóla Íslands myndar um nám nema á grunnskólabraut. Það sem reynist nemunum einkum vel er persónuleg reynsla í vettvangsnámi, og persónuleg samskipti við viðtökukennara og við „góða kennara“ í Kennaraháskólanum, sem vekja áhuga þeirra á innihaldi námsins og á kennarastarfinu. Allt þetta virðist skapa stuðningsramma sem eru nemunum mikilvægir og bendir til þess að viðhorf til eigin R A G N H I L D U R B J A R N A D Ó T T I R 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.