Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 55
matinu fái foreldrar mun víðari mynd af þroska barnsins yfir ákveðið tímabil, byggða
á stöðugum athugunum og áætlun skólanámskrár. Matið gefur einnig að hennar mati
kennurum tækifæri til að miðla á trúverðugan hátt því sem þeir eru að gera til starfs-
félaga, foreldra og annarra og ná með því víðtækari samvinnu.
Í niðurstöðum rannsóknar Hildar Skarphéðinsdóttur (2002) kemur fram að starfs-
mönnum, sem þátt tóku í rannsókninni, fannst jákvætt að allir starfsmenn hefðu tekið
þátt í sjálfsmatinu og sögðu að hópastarfið hafi gefið þeim tækifæri til að tjá sig og
láta í ljós skoðanir sínar. Og með þátttöku í matsverkefninu fengu starfsmenn nýja
sýn á það hvernig þeir vinna og hvers vegna, og þátttakan fékk þá einnig til að velta
fyrir sér hvers vegna þeir hafi unnið eins og þeir hafa gert hingað til.
Menntun – undirbúningur námskrárgerðar
Eins og fram kom í upphafi færðist menntun leikskólakennara af framhaldsskólastigi
á háskólastig árið 1998. Með sameiningu Fósturskóla Íslands og Kennaraháskóla
Íslands var náms- og kennsluskrá skólans endurskoðuð. Jóhanna Einarsdóttir (2000)
segir að við endurskoðun námskrár leikskólaskorar hafi verið tekið mið af Aðal-
námskránni sem er stefnumótandi leiðarvísir um uppeldisstörf í leikskólum. Hún
segir að lögð sé áhersla á þverfaglegt nám þar sem fræði og starf samtvinnast og hug-
myndafræði leikskólans endurspeglist í náminu.
En til þess að námskrárgerð verði að veruleika þurfa þeir sem að henni koma að
búa yfir mismunandi þekkingu og reynslu sem snýr að námsgreininni, nemendum,
skólastarfi, kennurum og námskrárfræðum að mati Guðrúnar Geirsdóttur (1997).
Auknar kröfur eru gerðar um sérfræðiþekkingu og kunnáttu kennara og aukna þátt-
töku þeirra í skólaþróun og námskrárgerð. Hún segir jafnframt að virk þátttaka
kennara í námskrárgerð sé heillavænleg og að mati margra nauðsynleg forsenda svo
framarlega sem þróunarstarf og breytingar á skólastarfi byggi á eða séu studdar
góðum rannsóknum.
Svipaðar áherslur koma fram í Leikskólastefnu Félags íslenskra leikskólakennara
(2000) en þar segir að skólanámskráin verði að byggja á upplýstu vali þeirra sem að
henni koma. Það krefst þess að leikskólakennarar hafi hugfasta eigin reynslu, kenn-
ingar og nýja þekkingu, þ.e. rannsóknir. Á grundvelli þessa fer fram hið upplýsta val
um það sem á að vera í námskrá hvers leikskóla.
Leikskólastjórinn – forysta til árangurs
Mikilvægi stjórnandans og áhrif hans þegar kemur að þróun skólastarfs hefur víða
komið fram. Bent er á (Félags íslenskra leikskólakennara, 2000) að við árangursríka
leikskólaþróun er brýnt að leikskólastjóri leggi áherslu á umræður um innihald
skólanámskrárinnar, sérstakar áherslur í leikskólastarfinu og starfsaðferðir. Marsh og
Willis (1999) segja að eigi gerð skólanámskrár að verða árangursrík þurfi þátttaka
skólastjóra og einurð að koma til en hann verði jafnframt að finna milliveg þess að
stuðla að samvinnu við námskrárgerðina og þess að taka yfir og ráða ferlinu. Sam-
kvæmt Rodd (1998) er eitt af hlutverkum leikskólastjóra að sýna fram á færni í að
virkja hugmyndir og markmið. Framtíðarsýnin markar stefnu og styður vinnu starfs-
I N G V E L D U R H R Ö N N B J Ö R N S D Ó T T I R
55