Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 61

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 61
Námskráin er hluti af handbókinni og þegar hún er skoðuð þá er þró- unarverkefnið okkar hugmyndafræði og leiðarljós auk þeirra vinnu- bragða sem tíðkast í leikskólanum. Þróunarverkefnið var ef til vill nokkurs konar þögul þekking sem varð sýnilegri með tilkomu námskrárinnar. Rúnar Sigþórsson o.fl. (1999) segja m.a. að ein af meginforsendum þess að umbóta- viðleitni beri árangur sé að þróunarverkefni leiði til varanlegra breytinga á skóla- menningu og vinnubrögðum í skólum. Í niðurstöðum kemur fram að þroskakenningar voru ekki sérstaklega ræddar við gerð skólanámskrárinnar. Starfsmenn horfa til Johns Deweys við mótun á hug- myndafræði leikskólans en við gerð skólanámskrárinnar var ekki sérstaklega farið yfir hugmyndafræði hans eða hún spegluð í starfinu. Ákveðin mótsögn kemur fram þegar starfsmenn láta að því liggja að ekki séu allir starfsmenn jafnöruggir um hvað felist í hugmyndafræði hans eða hversu vel starfsmenn leikskólans þekki hana, en jafnframt virðast þeim starfshættir sem liggja að baki þróunarverkefninu ljósir og séu einmitt þeir sem starfsmenn tileinka sér þegar þeir byrja í leikskólanum. Þá vaknar sú spurning hvort starfsmenn leikskólans skorti þjálfun í að ræða um tengingu kenninga og hagnýtingar í starfi. Einn leikskólakennari bendir á að í námi hans hafi fræðilegi þátturinn verið það sem flestir voru hræddir við. Samkvæmt Spodek og Saracho (1994) þá liggja bæði þroska- og kennslufræðilegar kenningar að baki námskrá leikskóla og sé því þýðingarmikið fyrir kennara að þekkja þroskaferil barna. Sú þekking auki skilning þeirra á hvað börn eru fær um að læra, hvernig þau læra á hverju þroskastigi og hvernig kennarar geta metið það og unnið áfram með reynslu þeirra og þekkingu. Aðalnámskrá leikskóla var höfð að leiðarljósi við gerð skólanámskrárinnar eins og lög gera ráð fyrir. Athyglisvert er að fram kemur að við námskrárgerðina hafi Aðal- námskráin verið lesin með öðru hugarfari en áður að því leyti að starfið í leikskólan- um hafi nú verið speglað í innihaldi hennar. Hvernig verður skólanámskrá virk í leikskólastarfi? Þegar litið er á niðurstöður eru nokkrir meginþættir í starfi leikskólans sem líta má á sem gangverk námskrárinnar í daglegu starfi. Um er að ræða sátt starfsmanna og virðingu fyrir hugmyndafræði leikskólans, skráð vinnugögn og viðmið fyrir vinnu- brögð, þróun skólanámskrár og endurmats, markvissa aðlögun nýrra starfsmanna, skipulagða starfsþróun fyrir starfsmenn leikskólans og vettvang fyrir umræður og ákvarðanatöku. Skólanámskráin er rammi utan um starfið og er notuð við áætlanagerð í leikskól- anum. Sátt ríkir um hugmyndafræðina og starfsmenn leggja áherslu á að vera sjálf- um sér samkvæmir í vinnu og fylgja stefnu leikskólans. Ánægja er með þann sveigj- anleika sem námskráin gefur og svigrúmið sem starfsmenn fá til að vinna með eigin hugmyndir eins og fram kemur hjá Emmu deildarstjóra: I N G V E L D U R H R Ö N N B J Ö R N S D Ó T T I R 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.