Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 77
Í aðalnámskránni er tekin nokkuð skýr afstaða hvað varðar mikilvægi þess að mis-
muna ekki hópum við gerð og val námsgagna. Þar segir: „Við gerð námsgagna og val
á þeim skal gæta þess að mismuna ekki einstaklingum eða hópum vegna kynferðis,
búsetu, uppruna, litarháttar, fötlunar, trúarbragða eða félagslegrar stöðu“ (Mennta-
málaráðuneytið, 1999a, bls. 34). Í ljósi þessarar efnisgreinar finnst mér mikilvægt að
undirstrika hversu mikil ábyrgð er í raun lögð á kennarann að finna námsefni sem
uppfyllir þessi skilyrði ásamt því að taka tillit til námsþátta. Ef við höfum í huga örar
breytingar á íslensku samfélagi og breyttar hugmyndir síðustu áratugi hvað varðar
fjölbreytileika, þá er líklegt að mikil vinna hvíli á kennara við að auka við þær upp-
lýsingar sem kennslubækurnar skortir. Það hlýtur því að vera mikilvægt að kennar-
ar hafi rúman undirbúningstíma fyrir kennslu sem og að endurmenntun sé gerð
ákjósanleg og auðveld. Börkur Vígþórsson (2003) bendir á í þessu samhengi að náms-
efni geti bæði stutt við ákvæði aðalnámskrárinnar og unnið gegn þeim, því hætta
hlýtur að vera á að námsefni sem er mun eldra en aðalnámskráin sé í ákveðnu ósam-
ræmi við ákvæði hennar. Hér má einnig benda á að aðalnámskráin sjálf felur augljós-
lega í sér ákveðin viðhorf og mótast af félagslegu samhengi rétt eins og námsbækur.
Guðný Guðbjörnsdóttir (2003) hefur til dæmis skoðað kynjaða þætti aðalnámskrár og
hvernig tekið er á málefnum eins og jafnrétti kynjanna. Aðalnámskráin felur einnig í
sér ákveðin viðhorf til trúarbragða eins og sjá má á inngangsorðum Björns Bjarna-
sonar þáverandi menntamálaráðherra, þegar hann segir að við framkvæmd skóla-
stefnunnar beri að: „halda í heiðri gildin sem hafa reynst okkur Íslendingum best.
Skólarnir hafa vaxið úr jarðvegi kristninnar og þær rætur mega aldrei slitna“
(Menntamálaráðuneytið, 1999a, bls. 6). Hanna Ragnarsdóttir (2002) spyr í erindi sínu
á málþingi sem haldið var af kærleiksþjónustusviði biskupsstofu og presti innflytj-
enda hvort ásættanlegt sé í fjölmenningarlegu samfélagi að skólarnir taki einungis
mið af trúarbrögðum og menningu meirihlutans?
Í Aðalnámskránni frá 1999 segir að í grunnskólum beri að efla menningarvitund
Íslendinga og einnig virðingu fyrir menningu annarra þjóða (Menntamálaráðuneyt-
ið, 1999a, bls. 15). Það er hins vegar ekki útskýrt hvernig efla eigi slíka virðingu né
heldur hvað felist í íslenskri menningu. Eins og margir þekkja hafa lengi vel verið
töluverð átök um aðalnámskrána í Bandaríkjunum og að hve miklu leyti hún eigi að
endurspegla menningararf Bandaríkjamanna af ólíkum uppruna (sjá til dæmis Ver-
haren 2000; Longwell-Grice og Letts 2001). Þrátt fyrir að íslenskt samfélag sé ólíkt
bandarísku samfélagi – meðal annars að því leyti að í Bandaríkjunum er menning
einstaklinga af evrópskum uppruna innflytjendamenning rétt eins og fólks, af til
dæmis afrískum uppruna – þá hljótum við engu að síður að spyrja með breyttu
landslagi á Íslandi, hvað sé íslensk menning og af hverjum hún eigi að vera skil-
greind.
FRAMKVÆMD VERKEFNIS
Nú mun ég snúa mér að umfjöllun um rannsóknina Ímyndir Afríku á Íslandi og fram-
kvæmd hennar. Skoðaðar voru námsbækur á grunnskólastigi í landafræði, samfé-
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R
77