Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 86

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 86
Eldri námsbækur eru augljóslega kynjaðar að því leyti að þær eru skrifaðar af körl- um, og er bók Þóru Friðriksson sem ég minntist á í byrjun merkileg því hún er elsta kennslubókin sem ég hef fundið sem er skrifuð af konu. Við talningu á kynferði höf- unda bókanna – bæði nýrri og eldri bóka – kom í ljós að karlmenn eru almennt mjög stór hluti höfunda bóka fyrir grunnskóla, enda voru karlmenn lengi vel stærsti hluti grunnskólakennara. Af þeim 87 bókum sem settar voru inn í SPSS (þ.e. þær bækur sem í var að finna umfjöllun um framandleika) voru 69 sagðar skráðar af einum höf- undi, þar af voru 62 karlhöfundar og 7 kvenhöfundar. 18 bækur voru skrifaðar af fleiri en einum höfundi, 28 körlum og 11 konum. Í nokkrum bókanna komu nöfn allra höfunda ekki fram og erfitt var að sjá af nöfnum fjögurra meðhöfunda hvert kyn þeirra var. Þetta gefur þó til kynna að í gegnum tíðina hafi karlar að stórum hluta skilgreint og túlkað það sem er mikilvægt að grunnskólabörn læri. AÐ LOKUM Margir þætti komu mér á óvart við framkvæmd rannsóknarinnar. Í fyrsta lagi má nefna hversu erfitt var að nálgast ýmsar grunnupplýsingar, eins og um fjölda og notkun útgefinna námsbóka á ákveðnum tímabilum. Einnig að hve litlu leyti hinir ýmsu þættir námsbóka hafa verið rannsakaðir hér á landi sem og notkun þeirra. Samhliða hafa komið mér ánægjulega á óvart gagnrýnin viðhorf og áhugi kennara sem og annarra sem starfa að fræðslumálum á rannsókninni og áhersla þeirra á nauð- syn þess að skoða efni námsbóka á gagnrýninn hátt. Ég tel að mikil þörf sé fyrir rann- sókn á samtíma- og sögulegri notkun námsefnis, sem snýr að kortlagningu þess námsefnis sem gefið hefur verið út, eðli þess og afmörkun. Rannsókn Ingvars Sigur- geirssonar (1994) á námsefni 10–12 ára barna er augljóslega mikilvægur þáttur í því að skilja hvaða námsefni er notað fyrir þennan aldurshóp og hvernig það er valið. Frekari rannsóknir á samtíma- og sögulegri notkun námsefnis gætu virkað örvandi fyrir frekari rannsóknir á námsbókum, sem og skapað sterkari fræðilegran grunn til að byggja slíkar rannsóknir á. Hvað varðar niðurstöður mínar hér þá virðist fyrsta greining gagna með SPSS sýna að námsbækur endurspegla vel hugmyndir samfé- lagsins í heild um ákveðna þætti í tengslum við umfjöllun um Afríku. Lögð er áhersla á álfuna sem rými fólks af öðrum „kynþáttum“ og lífshátta sem Vesturlandabúar draga gjarnan upp sem andstæður nútímans. Lítil áhersla er lögð á sögu álfunnar sem eykur enn frekar á samsömun hennar við óbreytt, hefðbundið líf. Eins og ég minntist á í byrjun má líta á þessa áhersluþætti sem mikilvægar stoðir félagslegs minnis sem hefur í töluverðan tíma verið tengt við Afríku. Hins vegar má einnig undirstrika að þær niðurstöður rannsóknarinnar sem kynntar hafa verið hér, gefa fyrst og fremst vísbendingar um þætti sem áhugavert er að skoða betur því einar og sér geta slíkar tíðniupplýsingar verið misvísandi. Hafa ber í huga að á síðustu áratugum hefur fjölbreytni aukist mjög í íslensku sam- félagi hvað varðar íbúa þess. Í desember 2002 var talið að 3,5% þjóðarinnar væru með erlent ríkisfang en þá eru ótaldir Íslendingar af erlendum uppruna með íslenskt ríkis- fang, svo sem önnur kynslóð innflytjenda og ættleidd börn (Hagstofa Íslands, 2004a). M E N N T A Ð A R O G V I L L T A R Þ J Ó Ð I R : 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.