Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 104
INNGANGUR
Verkefnið Grunnskólar í ólíkum byggðarlögum (GÓB), hefur verið í mótun undan-
farin ár. Megintilgangur með GÓB-verkefninu er að afla upplýsinga um starfsemi
grunnskóla með áherslu á að skoða og greina stöðu skólans og starfsárangur með
hliðsjón af aðstæðum hans. Einkum er horft til efnahagslegra skilyrða og félagslegra
áhrifaafla í nærsamfélagi skólans eða á því atvinnusvæði þar sem hann starfar. Ætl-
unin var að til yrði gagnagrunnur um starfsskilyrði og félagslegar aðstæður í við-
komandi grunnskóla og byggðarlagi, eins konar landslýsing skólastarfs í grunnskól-
um við aldamót. Alls hefur aðferðin verið reynd þrisvar sinnum, tvisvar í grunnskól-
um á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi og síðast haustið 2003 á Norðurlandi.
Í hverri umferð var verkið reynt í þremur skólum; einum í þéttbýli, einum í sjávar-
þorpi og einum í sveit. Vinnan undanfarin ár hefur að langmestu leyti beinst að því
að þróa aðferðir og móta vinnugögn sem best þykja henta þessum tilgangi. Hér verð-
ur greint frá markmiðum, rannsóknaraðferð, vinnu á vettvangi og með völdum
dæmum úr þriðju umferð kynntar nokkrar niðurstöður sem fyrir liggja.
Eftirfarandi þrjár meginspurningar liggja til grundvallar GÓB-verkefninu:
1. Í hverju eru fólgnar helstu fyrirætlanir eða væntingar foreldra, kennara, nem-
enda og skólayfirvalda um „góðan grunnskóla“?
2. Hvernig samrýmast miklar námskröfur og góður árangur kröfum um að
kennarar sinni jafnframt uppeldishlutverkinu, þ.e. geri nemendum kleift að
þroskast, persónulega og félagslega?
3. Hvaða áhrif hafa efnahagsleg skilyrði grunnskóla og félagsleg staða þeirra í
byggðarlaginu á námsárangur nemenda og gæði skólastarfs?
Verkefnið skiptist í fjóra þætti en hingað til hefur aðeins verið unnið með þrjá þeirra
á vettvangi, þ.e. byrjunarviðtal; viðhorfakönnun lögð fyrir foreldra, starfsfólk grunn-
skólans og nemendur og lokaviðtal sem tekið er við 2–3 fulltrúa úr öllum hópum
starfenda grunnskólans. Hugtakið „starfendur grunnskólans“ er notað um sex hópa;
nemendur, foreldra, kennara, annað starfsfólk en kennara, skólastjórnendur og loks
yfirstjórn viðkomandi skóla (sveitarstjórn, skólanefnd, o.fl.).
Til viðbótar því sem nefnt er að framan voru eftirtalin áhersluatriði tilgreind í upp-
hafi GÓB-verkefnisins:
• Skoða viðhorf fólks til skólamenntunar á Íslandi.
• Athuga framtíðarsýn hagsmunaaðila um betri skóla.
• Kanna skilyrði þess að umbætur á skólastarfi heppnist.
Mörg skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að áætlanir um umbætur í kennslu og námi
skili árangri. Tilskilin starfsmenntun kennara, vönduð kennslugögn, rýmilegt hús-
næði og góð vinnuaðstaða hljóta vissulega að auka líkur á góðum árangri í námi en
þessi jákvæðu skilyrði eru þó engin trygging fyrir fyllsta árangri eða hámarksgæðum
skólastarfs. Til að svo megi verða voru sérstaklega tilgreind þrjú atriði sem væru
mikilvæg:
G R U N N S K Ó L A R Í Ó L Í K U M B Y G G Ð A R L Ö G U M
104