Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 111
skólanum í sjávarþorpi finnst nemendum byrjendur í grunnskóla ókyrrari nú en þeir voru á þeirra aldri. Einelti sé sjaldgæft og þau könnuðust ekki við ofbeldi í skólanum. Í sveitaskólanum eru nemendur frekar á því að byrjendur séu ókyrrari en áður. Krakkar séu frjálslegri núna, tjái sig betur en séu líka orðljótari með hverju árinu. Nemendur segja að agi í bekkjum sé misjafn og það fari eftir kennurum. Í spurninga- lista voru nemendur inntir eftir því hvort kennarar gangi eftir að nemendur virði skólareglur. Langflestir, eða 65%, töldu hæfilega gengið eftir því að reglur væru virt- ar meðan 31% þótti eftirlitið of mikið en 4% sögðu það of lítið. Svör foreldra og starfsfólks í lokaviðtali Í þéttbýlisskólanum telja foreldrar að börn séu ókyrrari og óhamdari en áður og noti ljótara orðbragð. Foreldrar ýja að áhrifum leikskólans í þessum efnum, telja að hann agi börnin ekki nóg en meginástæðu telja þeir að megi rekja til breyttra uppeldisað- stæðna, foreldrar hafi minni tíma með börnum sínum en áður. Í skólanum í sjávar- þorpi töldu foreldrar sjálft hegðunarmynstrið hafa breyst og líklega væru mörg barn- anna ókyrrari og hefðu minni einbeitingu. Sem ástæður eða skýringar eru nefndar minni samvistir foreldra með börnunum, virðingarleysi fyrir fullorðnum, agaleysi almennt í íslensku samfélagi, misskilið frjálsræði í uppeldi og tískusveiflur. Að þeirra áliti er ofbeldi nú harðara, miskunnarlausara, fljótt gripið til hnífa og barefla og fyrir- myndir um það sóttar í kvikmyndir, myndbönd og tölvuleiki. Í sveitaskólanum eru foreldrar á sama máli og nemendur um ókyrrð og ljótt orðbragð. Þeir leituðu skýringa í aðhaldsleysi og minnkandi samveru barna með fullorðnum, hóflausu glápi á skaðlegt myndefni og rangsnúnu frjálsræði. Einelti er að þeirra mati sjaldgæft en ofbeldi í einstökum félagshópum miskunnarlausara en áður. Í þéttbýlisskólanum eru kennarar á sama máli og foreldrar um að börn séu frakkari en áður og eigi erfitt með að hlíta settum reglum. Þetta eigi einkum við um yngstu nemendurna. Kennarar telja að á síðustu árum megi greina betri hegðun og álíta að hugsanlega skýringu megi finna í því að leikskólinn hafi tekið þessi mál fastari tökum. Í skólanum í sjávarþorpi höfnuðu kennarar því ákveðið að nemendur væru almennt ókyrrari nú en áður en hegðun og framkoma væri með öðrum brag. Þeir segja að einelti sé lítið og markvisst unnið gegn því. Í sveitaskólanum eru kennarar þeirrar skoðunar að byrjendur séu ókyrrari, einkum sé ljótt orðbragð og ókurteisi algengari. Skýringar þeirra á þessari þróun eru mjög á sama veg og foreldra, en einelti sé hverfandi og strax á því tekið. Í þéttbýlisskólanum eru aðrir starfsmenn en kennarar sama sinnis um að yngstu börnin séu ókyrrari en áður. Þeir rekja það til uppeldisaðstæðna; minni samvista við foreldra og svo hafi myndbönd og tölvuleikir neikvæð áhrif. Þessir viðmælendur telja að talsvert sé um einelti í skólanum og að stúlkur taki meiri þátt í ofbeldi en áður var. Í skólanum í sjávarþorpi töldu aðrir starfsmenn en kennarar ókyrrð og slæma hegðun í heildina tekið varla meiri en áður en börnin leyfðu sér meira, fullorðnu fólki sé sýnd minni virðing og tillitsleysi sé almennt við náungann. Í sveitaskólanum eru aðrir starfsmenn en kennarar varkárir í áliti sínu. Þeir töldu slæma hegðun og ljótt orðbragð að mestu bundið við fáeina einstaklinga, einelti kæmi að vísu fyrir en strax væri brugðist við því. J Ó N A S P Á L S S O N , A M A L Í A B J Ö R N S D Ó T T I R O G Ó L A F U R H . J Ó H A N N S S O N 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.