Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 114

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 114
Tema 3: Námskröfur almennt í íslenskum skólum Meginspurning til viðmælenda í þessu tema var hvort gerðar séu of litlar námskröf- ur í íslenskum grunnskólum. Ef svo er, hverjar eru þá helstu ástæður þess? Í inngangi var bent á að viðkomandi tema snerti meginhlutverk grunnskóla og komi inn á flesta þætti í starfsemi skólans. Til að örva umræðuna og afmarka efnið voru jafnframt nefndar niðurstöður úr nokkrum spurningum viðhorfakönnunar sem beinlínis snerta þetta álitaefni. Svör nemenda Í þéttbýlisskólanum tjáðu nemendur sig lítið um þetta tema, þeir höfnuðu því að náms- kröfur til þeirra væru of litlar en sögðu að nokkuð skorti á að agi og vinnufriður væri nógu góður. Í skólanum í sjávarþorpi finnst nemendum námskröfur almennt ærnar en gallinn sá að þær séu ýmist of eða van. Þeir vísa þá til mismunandi áhuga og getu nemenda og krafna kennara. Nemendur vita vel að árangur er mjög háður skilyrðum til náms og telja stuðning foreldra og aðhald heima skipta miklu máli. Þeir hafa áhyggjur af hegðunarvanda í mörgum bekkjum og lélegum vinnufriði. Í sveitaskólan- um þótti nemendum formlegar námskröfur nægilega miklar en að eftirfylgni væri áfátt, hvatningu og aðhald frá kennurum skorti, og agi og vinnufriður í bekkjum væri misgóður. Nemendur eru hlynntir samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Ekki voru nemendur spurðir sömu spurninga beint í spurningalista. Þó má sjá svör nemenda við nokkrum spurningum þessu tengdum í töflu 4. Mikill meirihluti nemenda telur eftirsóknarvert að fá háar einkunnir og álítur að kennarar leggi mikla áherslu á að nemendur standi sig vel í námi. Tafla 4 – Viðhorf nemenda til einkunna og þess að standa sig vel í námi. Sammála Hlutlaus Ósammála % % % Eftirsóknarvert að fá háar einkunnir 86 11 3 Kennarar leggja mikla áherslu á að nemendur standi sig vel í námi 82 13 5 Einkunnir eru nauðsynlegur þáttur í raunsæju sjálfsmati nemenda 73 19 8 Einkunnir vekja samkeppni sem er öllum til gagns í lífinu 48 36 16 Svör foreldra og starfsfólks í lokaviðtali Í þéttbýlisskólanum þykir foreldrum námskröfur samkvæmt námskrá nægar en það skorti á að skólinn fylgi þeim nægilega vel eftir. Þeir leggja áherslu á að öllum nem- endum þurfi að sinna og telja það vandkvæðum bundið í fjölmennum bekkjum en eru þó ekki hlynntir því að tekin sé upp röðun eftir námsgetu. Foreldrar vilja ekki að skólaárið sé lengt. G R U N N S K Ó L A R Í Ó L Í K U M B Y G G Ð A R L Ö G U M 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.