Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 127

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 127
Svið eins og íslensk fræði, jarðfræði, sjávarlíffræði og hafréttarlögfræði eiga að fá for- gang um nokkurra ára skeið en þessi svið eru í einkar nánum tengslum við íslenska menningu, náttúruleg skilyrði og atvinnulíf. Önnur svið koma að sjálfsögðu til kast- anna síðar en lifandi og öguð umræða er forsenda metnaðarfullrar forgangsröðunar og framþróunar í því umhverfi sem þarf að skapa fyrir þau svið þar sem við hyggj- umst nema lönd svo eftir verði tekið. Þegar hugsað er um þróun háskólastigsins á þessum forsendum leysir umræða um byggðastefnu og samkeppni um nemendur lítinn vanda en upp á síðkastið hefur í fjölmiðlum og á Alþingi talsvert verið fjallað um mikilvægi þess að stofna háskóla í hinum eða þessum landshlutanum. Ef þetta er tekið bókstaflega þá eiga menn vænt- anlega við „university“ frekar en háskólastofnun á afmörkuðu sviði. Þá er jafnan heldur ekki skýrt hvort átt er við grunnnám eða hvort haft er í huga heildstætt nám til æðri gráða með tilheyrandi rannsóknaraðstöðu. Hugtakanotkunin á orðinu háskóli er þess eðlis að umræðan verður oft mjög ómarkviss og væntingar fólks í litlu samræmi við það sem raunsætt má telja. En hefur þá ekkert gott gerst í þróun háskólastigsins á síðastliðnum árum? Að mínu mati hefur mikill metnaður og brautryðjendastarf verið unnið í mörgum þeirra skóla og námsbrauta sem nýlega hafa verið sett á laggirnar. En nú finnst mér komið að því að stuðla þurfi að aukinni samhæfingu meðal þeirra stofnana sem tilheyra háskólastiginu. Sú kjörmynd sem ég sé fyrir mér eru tveir stórir háskólar (universities), annar opinber og hinn einkarekinn og einn sérskóli á sviði viðskipta. Allir ríkisháskólarnir – Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Hólaskóli, Kenn- araháskóli Íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri auk Listaháskóla Íslands sem er sjálfseignarstofnun – gætu sameinast í nýjan Háskóla Íslands. Hinum nýja háskóla þyrfti að skipa svið, s.s. félagsvísindasvið, heilbrigðis- og lífvísivísindavið, hugvísindasvið, kennslu- og uppeldisvísindasvið, landbúnaðarvísindasvið, listasvið, og verk- og raunvísindasvið, svo dæmi sé tekið. Hinn nýi skóli gæti verið skipulagð- ur sem samlag sjálfstæðra stofnana þar sem hvert svið fengi mikið sjálfstæði um nám og rekstur. Ef vill vill væri hægt að kalla þessi svið „skóla“ (schools), s.s. Félagsvís- indaskóla Háskóla Íslands, Heilbrigðis- og lífvísindaskóla Háskóla Íslands o.s.frv. Hin sameiginlega starfsemi yrði síðan fjármögnuð sem hlutfall af fjárlögum hvers skóla. Víða erlendis eru fyrirmyndir af háskólasamlagi sem þessu og því hægt um vik að leita samráðs um ýmis framkvæmdaatriði. Háskóli Íslands á Akureyri yrði sjálf- stæð deild í hinum sameinaða skóla þar sem annars vegar væri í boði nám á sömu sviðum og í hinum sameinaða skóla og hins vegar sérhæft nám sem ekki byðist annars staðar. Jafnframt yrði hann endurmenntunar- og fjarkennslumiðstöð hins nýja skóla sem þjónaði símenntunarmiðstöðvum og fræðslusetrum sem settar hafa verið á laggirnar víðs vegar um landið. Háskólinn í Reykjavík verður hinn stóri háskólinn í landinu sem þróast með svip- uðum hætti og raun ber vitni og einbeitir sér að námstilboðum sem falla undir tækni og viðskipti. Viðskiptaháskólann á Bifröst þróast með viðlíka áherslum og nú er og hann verður öflugur sérskóli á sviði verslunar og viðskipta. Þessi svið eru einkar mikilvæg fyrir land og þjóð og æskilegt að þessar stofnanir afmarki starfsemi sína við B Ö R K U R H A N S E N 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.