Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 129

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 129
Uppe ld i og menn tun I N G J A L D U R H A N N I B A L S S O N 14. árgangur 1 . he f t i , 2005 Fjármögnun háskólastigsins Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað á háskólastiginu á undanförnum árum. Nemendum hefur fjölgað mikið, rekstrarform skóla á háskólastigi er fjölbreyttara, kennslufjárveitingar eru tengdar fjölda nemenda sem þreyta próf þótt rannsóknafjár- veitingar byggi enn á sögulegum grunni. Fjölgun nemenda er ekki einstök fyrir Ísland. Sambærileg fjölgun á sér stað í flestum löndum heims. Fleiri einstaklingar á hefðbundnum aldri háskólanema sækja nám, fleiri greinar eru kenndar á háskólastigi og eldri nemendum sem gjarnan eru í námi með vinnu fjölgar. Fjölgun eldri nemenda tengist þróun þekkingarþjóðfélags- ins. Þeir sem ekki stunduðu háskólanám á sínum yngri árum leita sér háskólamennt- unar til þess að verða áfram gjaldgengir á vinnumarkaði. Fólk skiptir oftar um starf og jafnvel starfsstétt og eykur það verulega eftirspurn eftir háskólanámi. Ætla mætti að fjölgun háskólanema mætti skilningi stjórnvalda á Íslandi og jafnvel að þau hvettu til hennar. Svo er þó ekki því stjórnvöld hafa ákveðið að greiða aðeins fyrir ákveðinn fjölda háskólanema og því er það sett í ákvörðunarvald háskólanna hvort hópur ein- staklinga fái tækifæri til þess að stunda háskólanám eða ekki. Á árinu 2005 greiðir ríkissjóður fyrir 10.779 virka nemendur, en virkur nemandi skilar 30 þreyttum einingum sem er talið eðlilegt ársverk nemanda. Af þessum náms- sætum eru 8765 í opinberum skólum en 1744 í einkaskólum. Almennt er eftirspurn meiri en framboð á ríkisstyrktum námssætum bæði í opinberum skólum og einka- skólum og hafa allir skólar á háskólastigi takmarkað aðgang nema Háskóli Íslands, þótt hann hafi takmarkað fjölda nemenda á nokkrum fræðasviðum vegna aðstöðu- leysis. Hingað til hafa þeir sem ekki hafa komist inn í aðra skóla á háskólastigi átt möguleika á að stunda nám við Háskóla Íslands. Taki Háskóli Íslands upp almennar aðgangstakmarkanir má gera ráð fyrir að það þýði væntanlega að um 1000 einstak- lingar verða útilokaðir frá háskólanámi hér á landi á hverju ári. Til þess að slík ákvörðun standist er nauðsynlegt að tekið verði upp miðlægt aðgangsstýrikerfi fyrir bæði opinberu skólana og einkaskólana. Nemendur myndu fylla út umsókn þar sem kæmu fram óskir þeirra um námsbrautir og skóla. Slíkt kerfi myndi koma í veg fyrir að sami nemandi væri tekinn inn í marga skóla en það gæti leitt til þess að ríkisstyrkt sæti væru ekki nýtt. Kerfið þarf að vera miðlægt þannig að þeir sem hvergi fá skóla- vist séu í raun þeir sem fullnægja síst þeim kröfum sem skólarnir gera. Hver skóli myndi ákveða fjölda námssæta á hverju fræðasviði og hvaða kröfur gerðar eru til umsækjenda. Hæfustu umsækjendur á hverju fræðasviði myndu komast í það nám sem þeir setja í fyrsta sæti en öðrum yrði boðið að sækja nám sem þeir setja í annað sæti eða neðar. Skólarnir myndu því ákveða sínar forsendur en mið- lægt tölvukerfi myndi annast úrvinnslu á umsóknum. 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.