Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 129
Uppe ld i og menn tun I N G J A L D U R H A N N I B A L S S O N
14. árgangur 1 . he f t i , 2005
Fjármögnun háskólastigsins
Umtalsverðar breytingar hafa átt sér stað á háskólastiginu á undanförnum árum.
Nemendum hefur fjölgað mikið, rekstrarform skóla á háskólastigi er fjölbreyttara,
kennslufjárveitingar eru tengdar fjölda nemenda sem þreyta próf þótt rannsóknafjár-
veitingar byggi enn á sögulegum grunni.
Fjölgun nemenda er ekki einstök fyrir Ísland. Sambærileg fjölgun á sér stað í
flestum löndum heims. Fleiri einstaklingar á hefðbundnum aldri háskólanema sækja
nám, fleiri greinar eru kenndar á háskólastigi og eldri nemendum sem gjarnan eru í
námi með vinnu fjölgar. Fjölgun eldri nemenda tengist þróun þekkingarþjóðfélags-
ins. Þeir sem ekki stunduðu háskólanám á sínum yngri árum leita sér háskólamennt-
unar til þess að verða áfram gjaldgengir á vinnumarkaði. Fólk skiptir oftar um starf
og jafnvel starfsstétt og eykur það verulega eftirspurn eftir háskólanámi. Ætla mætti
að fjölgun háskólanema mætti skilningi stjórnvalda á Íslandi og jafnvel að þau hvettu
til hennar. Svo er þó ekki því stjórnvöld hafa ákveðið að greiða aðeins fyrir ákveðinn
fjölda háskólanema og því er það sett í ákvörðunarvald háskólanna hvort hópur ein-
staklinga fái tækifæri til þess að stunda háskólanám eða ekki.
Á árinu 2005 greiðir ríkissjóður fyrir 10.779 virka nemendur, en virkur nemandi
skilar 30 þreyttum einingum sem er talið eðlilegt ársverk nemanda. Af þessum náms-
sætum eru 8765 í opinberum skólum en 1744 í einkaskólum. Almennt er eftirspurn
meiri en framboð á ríkisstyrktum námssætum bæði í opinberum skólum og einka-
skólum og hafa allir skólar á háskólastigi takmarkað aðgang nema Háskóli Íslands,
þótt hann hafi takmarkað fjölda nemenda á nokkrum fræðasviðum vegna aðstöðu-
leysis. Hingað til hafa þeir sem ekki hafa komist inn í aðra skóla á háskólastigi átt
möguleika á að stunda nám við Háskóla Íslands. Taki Háskóli Íslands upp almennar
aðgangstakmarkanir má gera ráð fyrir að það þýði væntanlega að um 1000 einstak-
lingar verða útilokaðir frá háskólanámi hér á landi á hverju ári. Til þess að slík
ákvörðun standist er nauðsynlegt að tekið verði upp miðlægt aðgangsstýrikerfi fyrir
bæði opinberu skólana og einkaskólana. Nemendur myndu fylla út umsókn þar sem
kæmu fram óskir þeirra um námsbrautir og skóla. Slíkt kerfi myndi koma í veg fyrir
að sami nemandi væri tekinn inn í marga skóla en það gæti leitt til þess að ríkisstyrkt
sæti væru ekki nýtt. Kerfið þarf að vera miðlægt þannig að þeir sem hvergi fá skóla-
vist séu í raun þeir sem fullnægja síst þeim kröfum sem skólarnir gera.
Hver skóli myndi ákveða fjölda námssæta á hverju fræðasviði og hvaða kröfur
gerðar eru til umsækjenda. Hæfustu umsækjendur á hverju fræðasviði myndu
komast í það nám sem þeir setja í fyrsta sæti en öðrum yrði boðið að sækja nám sem
þeir setja í annað sæti eða neðar. Skólarnir myndu því ákveða sínar forsendur en mið-
lægt tölvukerfi myndi annast úrvinnslu á umsóknum.
129